Lán á góðum kjörum

LSR býður verðtryggð lán gegn veði í eigin fasteign. Veðhlutfall að hámarki 75% gegn ákveðnum skilyrðum. Fastir vextir eru 3,50% og breytilegir vextir eru 2,77%. Breytast næst 1. janúar 2018. Engin uppgreiðsluþóknun er tekin. Nauðsynlegt er að sýna fram á greiðslugetu. 

Spurt og svarað


Lánareiknivél

Með lánareiknivélinni getur þú áætlað hver greiðslubyrði af láninu verður í framtíðinni. Hægt er að slá inn mismunandi forsendur í reiknivélina.

Sækja um lán

Hér nálgast þú upplýsingar um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá lán, hvaða gögnum þarf að skila, hvaða eyðublöð þarf að fylla út ásamt því hver ferill umsóknarinnar er.

Kostir í boði

Þú getur valið lán með jöfnum afborgunum eða jafngreiðslulán; vextir eru fastir eða breytilegir; gjalddagar geta verið allt frá 2 til 12 á ári; lánstíminn er frá 5 árum til 40 ára.

Lánabreytingar

Hægt er að flytja lán yfir á eign sem þú ert að kaupa. Þá þarftu að sækja um veðflutning. Þú getur líka látið lánið fylgja eigninni sem þú ert að selja og kaupandi yfirtekur þá lánið.