A - deild LSR

Víðtæk lífeyrisréttindi

Með því að vera sjóðfélagi í A-deild LSR tryggir þú þér og fjölskyldu þinni víðtæk réttindi sem eru ævilangur ellilífeyrir, örorkutrygging komi til tekjutaps, barna- og makalífeyrir.

Spurt og svarað


Ellilífeyrir

Ellilífeyrir er greiddur ævilangt. Þegar taka hans hefst áttu þess kost að halda áfram starfi samhliða lífeyristöku. Lífeyrir greiðist að jafnaði eftirá um hver mánaðamót.

Breytingar á A-deild 01.06.2017

Þann 1.6.2017 urðu breytingar á A-deild LSR þar sem tekið var upp breytt réttindakerfi með aldurstengdri réttindaávinnslu og 67 ára lífeyristökualdri.

Örorkulífeyrir

Aðild að A-deild LSR felur í sér tryggingu verðir þú fyrir orkutapi. Örorkulífeyrir er greiddur að undangengnu mati læknis á orkutapi.

Réttindi í öðrum sjóðum

Lífeyrisgáttin er leið til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum. Lífeyrisgáttina er að finna inn á sjóðfélagavef LSR.