A - deild LSR

Víðtæk lífeyrisréttindi

Með því að vera sjóðfélagi í A-deild LSR tryggir þú þér og fjölskyldu þinni víðtæk réttindi sem eru ævilöng eftirlaun, örorkutrygging komi til tekjutaps, barna- og makalífeyrir.

Spurt og svarað


Eftirlaun

Eftirlaun eru greidd ævilangt. Þegar taka þeirra hefst áttu þess kost að halda áfram starfi samhliða. Lífeyrir greiðist að jafnaði eftirá um hver mánaðamót. Hægt er að sækja um með rafrænum hætti á Mínum síðum á vef LSR.

Hálfur lífeyrir

Sjóðfélagar A-deildar geta tekið hálfan lífeyri frá 60 ára aldri. Ef sjóðfélagi velur þennan kost geymir hann hinn helminginn þar til hann kýs að taka fullan lífeyri.

Örorkulífeyrir

Aðild að A-deild LSR felur í sér tryggingu verðir þú fyrir orkutapi. Örorkulífeyrir er greiddur að undangengnu mati læknis á orkutapi.

Réttindi í öðrum sjóðum

Lífeyrisgáttin er leið til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum. Lífeyrisgáttina er að finna inn á Mínum síðum á vef LSR.