Varðandi tilgreinda séreign hjá LSR

Til upplýsinga

  • ASÍ og SA hafa samþykkt að iðgjald til sjóða á samningssviði þeirra hækki í áföngum úr 12% í 15,5%. Hækkunin á að vera að fullu komin til framkvæmda 1. júlí 2018.
  • Sjóðfélagar í þeim sjóðum sem samningurinn tekur til geta ákveðið hvort iðgjald umfram 12% renni í samtryggingu eins og önnur iðgjöld eða í svokallaða „tilgreinda séreign“.
  • Upphaflega var gert ráð fyrir því að tilgreinda séreignin væri varðveitt og ávöxtuð í sama sjóði og grunniðgjaldið væri greitt til. Þeirri túlkun hefur nú verið breytt. Eftir sem áður á að greiða iðgjald af tilgreindri séreign til þess sjóðs sem tekur við grunniðgjaldinu. Sjóðfélagi getur hins vegar óskað eftir því að iðgjald sem greitt er í tilgreinda séreign verði flutt til annars lífeyrissjóðs.
  • Eins og kemur fram hér fyrir ofan á þessi skipting á iðgjaldi í samtryggingu og tilgreinda séreign fyrst og fremst við um lífeyrissjóði á samningssviði ASÍ og SA. Þetta á ekki við um iðgjaldagreiðslur og réttindi hjá LSR að svo stöddu.
  • Að mati forsvarsmanna LSR er hagsmunum flestra sjóðfélaga okkar betur fyrir komið með óbreyttu fyrirkomulagi, þ.e. að 15,5% iðgjald (4% frá sjóðfélaga og 11,5% frá launagreiðanda) renni áfram í samtryggingu. Réttindi sjóðfélaga sem hófu iðgjaldagreiðslur til sjóðsins fyrir 1. júní 2017 eru óbreytt frá því sem þau voru fyrir þann tíma. Fæstir þeirra hefðu hag af því að skipta iðgjaldinu. Það gæti hins vegar verið hagsmunamál fyrir þá sem hófu greiðslur til sjóðsins eftir 1. júní 2017.
  • Stjórn LSR hefur ákveðið að bíða með breytingar þar til löggjafinn hefur sett skýrari ramma um tilgreinda séreign.