Fara á efnissvæði
Mínar síður

Uppsögn á samningi    

Séreignarsamningi við LSR er hægt að segja upp með tveggja mánaða fyrirvara með sérstöku eyðublaði á Mínum síðum. Hægt er þó að hætta greiðslum hvenær sem er án þess að segja samningi upp sérstaklega.
Uppsögn veitir ekki rétt til útborgunar innistæðu eða réttinda. Eftir uppsögn er hægt að óska eftir að innistæða eða réttindi verði flutt á milli vörsluaðila sem bjóða upp á séreignarsparnað.

Ef þú skiptir um vinnu og vilt halda áfram að greiða í séreign LSR þarftu að láta okkur vita af nýjum launagreiðanda svo við getum sent séreignarsamninginn á hann til að greiðslur haldi áfram. Einnig er hægt að fylla út nýjan samning um séreign á Mínum síðum þar sem upplýsingar um nýjan vinnuveitanda koma fram. Hægt er að halda áfram greiðslum í Séreign LSR jafnvel þótt nýja starfið sé ekki hjá ríki, sveitarfélögum eða skyldum aðilum.

Ef þú hefur einhverjar spurningar bendum við þér á að hafa samband með netfanginu idgjold@lsr.is.