Lánareiknivél

Afborgunarskilmálar

Þegar þú sækir um lán þarftu að ákveða hvort þú tekur lán með jöfnum afborgunum (afborgunarlán) eða lán með jöfnum greiðslum (jafngreiðslulán/annuitet). Þú hefur val um lánstímann en ekki er hægt að taka lán til skemmri tíma en 5 ára. Fyrir flesta er skynsamlegt að greiða mánaðarlega af lánum en þarna áttu líka val og eins er um vextina, hvort þeir verða fastir eða breytilegir. Lánareiknivélin kemur hér að góðu gagni.

Lánareiknivél

Með reiknivél getur þú áætlað hver greiðslubyrði af láninu verður í framtíðinni. Hægt er að velja verðbólguforsendur í samræmi við lög um neytendalán eða slá inn eigin gildi.

Flýtileiðir


Jafnar afborganir (afborgunarlán)

Lán með jöfnum afborgunum er þannig að afborgun af höfuðstól helst óbreytt á lánstíma. Vextir á gjalddaga reiknast þá af síminnkandi höfuðstól. Heildargreiðslur á gjalddaga eru því hæstar í upphafi lánstíma en fara lækkandi eftir því sem á líður.

Jafngreiðslulán (annuitet)

Lán með jöfnum greiðslum er þannig að greiðslubyrði er dreift jafnt á allt lánstímabilið. Við stöðugt verðlag eru upphafsgreiðslur því hinar sömu og lokagreiðsla.

Á fyrri hluta lánstíma eru greiðslur á gjalddaga töluvert lægri af jafngreiðsluláni en afborganaláni, en hlutfallið snýst við þegar fram í sækir.

Heildarvaxtagreiðsla á lánstíma af jafngreiðsluláni er hærri en af afborganaláni því  höfuðstóllinn greiðist hægar niður.

kr.
ár. Mögulegur lánstími er 5 - 40 ár
%
á ári