Eftirlaun embættismanna

Lög frá 1851

Grunnur að lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna var lagður með tilskipun frá 31. maí 1855 þegar lögleidd voru á Íslandi lög frá 5. janúar 1851 um eftirlaun. Í 1. gr. þessarar tilskipunar segir m.a.:

Sérhver sá, er konungur hefur gert að embættismanni og launaður er af sjóði ríkisins, á rétt á að fá eftirlaun eftir lagaboði þessu, þegar honum er veitt lausn frá embætti fyrir aldurs sakir eða heilsulasleika eða annarra orsaka vegna, sem honum er ósjálfrátt.

Hæstiréttur

Frá 31. maí sama ár er einnig "Opið bréf, sem lögleiddi á Íslandi með nokkrum breytingum, lög 5. janúar 1851, um skyldu embættismanna til að sjá ekkjum sínum borgið með fjárstyrk eftir sinn dag.“ (Sjá einnig lög nr. 28/1905 um viðauka við opið bréf).

Í þessari lagasetningu var ekki gert ráð fyrir neinni uppsöfnun á lífeyri heldur skyldu eftirlaunin greidd úr ríkissjóði.

Lög frá 1904 um ellilífeyri embættismanna

Lög nr. 4/1904 um eftirlaun kváðu á um ellilífeyri þeirra, sem höfðu konungsveitingu fyrir embætti og þáðu laun úr landssjóði. Þó fór réttur þeirra sem voru í embætti þegar hin nýju lög tóku gildi enn eftir tilskipun frá 1855. Samtímis lögum nr. 4/1904, voru sett lög um skyldu embættismanna til að safna sér ellistyrk eða kaupa sér geymdan lífeyri. 

PóstflokkunLög nr. 48/1907 komu í stað 1. nr. 4/1880 um eftirlaun presta. Lög nr. 49/1907 skylduðu presta til að kaupa ekkjum sínum lífeyri og um leið gengu úr gildi lög nr. 13/1884 um eftirlaun prestekkna, sbr. 1. nr. 36/1895 um breytingu á þeim lögum.

Lög frá 1921 um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra

Fyrsti eiginlegi lífeyrissjóðurinn varð til með lögum nr. 72/1919 um stofnun lífeyrissjóðs fyrir embættismenn og féllu þá úr gildi fyrri lög um eftirlaun embættismanna og um eftirlaun presta. Samhliða þessari lagasetningu voru gefin út lög nr. 73/1919 um ekkjutryggingu embættismanna og felld úr gildi fyrri lög um ekkjutryggingu embættismanna og ekkjutryggingu presta. M.a. vegna nokkurra vankanta á lögum nr. 73/1919, var lögum nr. 72 og 73 frá 1919 steypt saman og ný lög nr. 51/1921 sett um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra.

Símakonur

Þau lög giltu þar til Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var stofnaður með lögum nr. 101/1943. Heildarlög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins komu næst með lögum nr. 64/1955 og síðan aftur með lögum nr. 29/1963. Lífeyrissjóður barnakennara og ekkna þeirra var stofnaður með lögum nr. 33/1921, en með 1ögum nr. 93/1980 var hann sameinaður Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Með núgildandi lögum  nr. 1/1997 varð umtalsverð breyting. Þá var B-deild lokað fyrir nýjum sjóðfélögum og A-deild stofnsett.

1. júní 2017 var lögum um A-deild breytt og frá þeim tíma gilda almennu lífeyrissjóðalögin nr. 129/1997 ásamt lögum nr. 1/1997 og samþykktum sjóðsins.