Úrskurðar- og réttarúrræði

Kvörtun

Ef ágreiningur um fasteignalán rís milli LSR, sem lánveitanda, og lántaka, getur lántaki sent LSR kvörtun. Kvörtun er hægt að bera fram bréfleiðis stílað á

Gæðastjóri LSR
LSR
Engjateigi 11
105 Reykjavík

eða með tölvupósti á gaedastjori@lsr.is eða símleiðis í síma 510 6100. Neytandi fær upplýsingar um meðhöndlun kvartana með tölvupósti eða bréfleiðis.

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki

Ef lántaki telur að ekki hafi verið leyst úr kvörtun með fullnægjandi hætti af hálfu LSR getur hann skotið ágreiningi tengdum fasteignalánum til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki:

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Katrínartúni 2
105 Reykjavík

Tölvupóstur: urskfjarm@fme.is.

Nánari upplýsingar um nefndina, á hvaða formi skuli bera fram kvörtun, hverjir geta leitað til nefndarinnar, o.fl. er að finna á vef Fjármálaeftirlitsins.