VIRK - starfsendurhæfingarsjóður

Rétt iðgjaldaskil

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 73/2011 sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2011 ber öllum launagreiðendum að greiða 0,13% af heildarlaunum allra starfsmanna sinna til VIRK frá og með 1. september 2011.

Þann 1.1.2016 lækkaði gjaldið tímabundið árin 2016 og 2017 úr 0,13% í 0,10%. Þessi tímabundna lækkun var framlengd út árið 2018 og einnig út 2019.

Launagreiðendum ber að standa skil á iðgjaldinu til viðkomandi lífeyrissjóðs með sama hætti og gildir um iðgjald í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðirnir munu síðan skila gjaldinu í VIRK – Starfsendurhæfingarsjóð.

Skv. lögum um VIRK - Starfsendurhæfingarsjóð falla skil á gjaldinu að reglum hvers lífeyrissjóðs fyrir sig.

Iðgjaldinu, 0,10% af heildarlaunum þeirra starfsmanna sem nú greiða til LSR, skal skilað á sömu skilagrein og á sama hátt og iðgjöldum í lífeyrissjóð.

Vefsíða VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs veitir allar nánari upplýsingar.