Nánar um endurgreiðslur til erlendra ríkisborgara

Eftirfarandi reglur gilda hjá LSR um endurgreiðslur til erlendra ríkisborgara

1. Óheimilt er að endurgreiða iðgjöld til þeirra sem eru með ríkisborgararétt og/eða fasta búsetu í eftirtöldum löndum:

  • EFTA-löndin: Ísland, Lichtenstein og Noregur auk Sviss.
  • ESB-löndin: Austurríki – Belgía – Búlgaría – Danmörk – Eistland – Finnland – Frakkland – Grikkland – Holland – Ítalía – Írland - Króatía - Kýpur (gríski hlutinn) – Lúxemborg – Lettland – Litháen – Malta – Portúgal – Pólland – Rúmenía – Slóvakía – Slóvenía – Spánn – Svíþjóð – Tékkland – Ungverjaland – Þýskaland.
  • Bandaríkin.
  • Bretland

2. Aðilar með tvöfalt ríkisfang, annað innan EES svæðisins, eiga ekki rétt til endurgreiðslu iðgjalda.

3. Eigi erlendur ríkisborgari rétt til endurgreiðslu iðgjalda skal eftirfarandi reglum beitt:

  • Ef iðgjaldagreiðslutími er undir þremur árum, þannig að réttur til framreiknings vegna örorkulífeyris hefur ekki stofnast, skal endurgreiða viðkomandi erlendum ríkisborgara bæði framlag hans og framlag launagreiðanda.
  • Ef réttindi hafa áunnist umfram þrjú ár en innan fimm ára og stofnað rétt til framreiknings örorkulífeyris þá skal endurgreiðsluhlutfallið miðast við eftirfarandi töflu Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga, þar sem aldur hins erlenda ríkisborgara við endurgreiðsluna skiptir meginmáli.

Tafla Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga:

 Aldursbil  Endurgreiðsluhlutfall
 -29  100%
 30-34  95%
 35-39  90%
 40-44  85%
 45-49  80%
 50-59  75%
 60-64  80%
 65-  85%

Aldur miðast við þegar endurgreiðsla á sér stað.

Réttindi fyrir þau ár, sem ekki veita rétt til framreiknings örorkulífeyris, skal endurgreiða án frádráttar vegna tryggingaráhættu. Réttindi, sem hafa áunnist eftir þann tíma, eru margfölduð með viðeigandi stuðli samkvæmt ofangreindri töflu Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga.

B-deild

Ef iðgjaldagreiðslutími er undir fimm árum skal endurgreiða viðkomandi erlendum ríkisborgara bæði framlag hans og framlag launagreiðanda.

A- og B-deild

Ef iðgjaldagreiðslutími er umfram fimm ár skal endurgreiðslum háttað skv. mati tryggingastærðfræðings sjóðsins.

5. Endurgreiðslur eru ætíð reiknaðar miðað við vísitölu neysluverð. Endurgreiðslur bera ekki vexti.

6. Með umsókn um endurgreiðslu skal fylgja:

  • Staðfesting launagreiðanda á starfslokum.
  • Afrit af vegabréfi.
  • Afrit eða staðfesting á farseðli.
  • Upplýsingar um reikningsnúmer í íslenskum banka.

7. Skattalegri meðhöndlun skal háttað samkvæmt þeim reglum sem gilda um greiðslu lífeyris þegar endurgreiðsla á sér stað.

Nauðsynlegt er að skila til sjóðsins staðfestingu um varanlega búsetu í viðkomandi landi. Staðfestingin skal skilast inn a.m.k. þremur mánuðum eftir dagsetningu umsóknar. Séu öll gögn fullnægjandi fer endurgreiðsla fram þegar staðfestingin hefur borist sjóðnum.

Flýtileiðir