Iðgjaldaskil og skilagreinar

Rétt iðgjaldaskil

Það er bæði launagreiðendum og sjóðfélögum í hag að iðgjaldaskil séu rétt. Reglurnar eru mismunandi eftir sjóðum og því mikilvægt að tileinka sér rétt vinnubrögð strax í upphafi.

Merkja þarf allar skilagreinar með réttu SAL númeri til auðkenningar

Allir lífeyrissjóðir hafa lífeyrissjóðanúmer til auðkenningar. Í daglegu tali nefnast þau SAL númer.

Eftirfarandi SAL númer eru í notkun hjá LSR:

  • 650 B-deild - dagvinna
  • 653 B-deild - vaktaálag
  • 654 B-deild - iðgjaldafríir
  • 657 B-deild - grunnskólakennarar
  • 658 B-deild - grunnskólakennarar iðgjaldafríir

  • 660 A-deild

  • 670 S-deild - Séreign LSR

Vinsamlega hafið samband við sjóðinn til að fá upplýsingar um bankareikninga vegna iðgjaldaskila í A-deild og B-deild.


Vegna iðgjaldaskila í Séreign LSR

Greiða skal iðgjöld í Séreign LSR inn á reikning:

  • Nr. 0334-26-58850
  • Kt. 421198-2259 Lífeyrissj.starfsm.rík. S-deild