Skipting ellilífeyrisréttinda milli hjóna

Skiptingin á eingöngu við ellilífeyrisréttindi og hefur ekki áhrif á örorku- eða makalífeyrisréttindi.

Skipting ellilífeyrisréttinda tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í hjúskap, óvígðri sambúð eða staðfestri samvist.

Skiptingin skal vera gagnkvæm, þ.e. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta réttindum sínum. Heimilt er að framselja til makans allt að helmingi réttindanna.

Skiptingin skal aðeins taka til áunninna réttinda meðan hjúskapur eða óvígð sambúð hefur staðið eða mun standa.

Aðilar geta sameiginlega óskað eftir niðurfellingu á samkomulagi um skiptingu réttinda ef samþykki allra lífeyrissjóða liggur fyrir og heilsa sjóðfélaga dragi ekki úr lífslíkum. 

Samkomulag um skiptingu áunninna réttinda skal eiga sér stað áður en taka ellilífeyris hefst og eigi síðar en við 65 ára aldur.

Skipting ellilífeyrisréttinda

Skipting áunninna réttinda - reitur A á umsókn

Áunnin réttindi eiga við þau réttindi sem sjóðfélagi var búinn að ávinna sér áður en samkomulag um skiptingu er gert.

Skila þarf inn:

- Samningi um skiptingu ellilífeyrisréttinda milli hjóna
- Heilbrigðisvottorði beggja aðila vegna skiptingu réttinda; fylltu út af lækni
- Hjúskaparsöguvottorð eða hjónavígsluvottorð.

Skipting framtíðarréttinda - reitur B á umsókn

Framtíðarréttindi eiga við þau réttindi sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptingu hefur verið gert.

Skila þarf inn:

- Samningi um skiptingu ellilífeyrisréttinda  


Einnig er hægt að gera samning um skiptingu ellilífeyrisgreiðslna á milli hjóna. Samkomulag um greiðsluskiptingu kemur fyrst til framkvæmda eftir að sjóðfélagi hefur töku ellilífeyris.


Frekari upplýsingar 

 

Flýtileiðir