Skipting ellilífeyrisréttinda milli hjóna

Skiptingin á eingöngu við ellilífeyrisréttindi og hefur ekki áhrif á örorku- eða makalífeyrisréttindi.

Skipting ellilífeyrisréttinda tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í hjúskap, óvígðri sambúð eða staðfestri samvist.

Skiptingin skal vera gagnkvæm, þ.e. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta réttindum sínum. Heimilt er að framselja til makans allt að helmingi réttindanna.

Skiptingin skal aðeins taka til áunninna réttinda meðan hjúskapur eða óvígð sambúð hefur staðið eða mun standa.

Samkomulag um skiptingu áunninna réttinda skal eiga sér stað áður en taka ellilífeyris hefst og eigi síðar en fyrir 65 ára aldur.

Skipting ellilífeyrisréttindanna getur verið með eftirfarandi hætti:

  1. Heimilt er að skipta ellilífeyrisgreiðslum sem þegar eru hafnar.
  2. Hægt er að skipta áunnum ellilífeyrisréttindum.
  3. Hægt er að skipta þeim ellilífeyrisréttindum sem munu ávinnast eftir að samkomulag um skiptinguna hefur verið gert.

Skiptingin getur því varðað ellilífeyrisréttindi í fortíð, nútíð og framtíð.

Til að sækja um skiptingu á ellilífeyrisgreiðslum sbr. lið a hér að ofan þarf sjóðnum að berast:

Til að sækja um skiptingu ellilífeyrisréttinda sbr. lið b hér að ofan þurfa eftirfarandi gögn að berast sjóðnum:

Til að sækja um skiptingu ellilífeyrisréttinda sbr. lið c hér að ofan þurfa eftirfarandi gögn að berast sjóðnum:


Frekari upplýsingar

Flýtileiðir