Hlutverk og áherslur

Stefnuyfirlýsing:

LSR tileinki sér ábyrga starfshætti, með vönduð vinnubrögð, fagmennsku og frumkvæði að leiðarljósi. Sjóðurinn leggi áherslu á fyrirmyndarþjónustu og öfluga upplýsingatækni. Þannig verði LSR traustur lífeyrissjóður og sjóðfélögum örugg samfylgd.

Hlutverk LSR er:

 • Að greiða sjóðfélögum lífeyri.
 • Að tryggja sjóðfélaga fyrir tekjumissi í kjölfar örorku og stuðla að fjárhagslegu öryggi maka og barna við andlát sjóðfélaga.
 • Að taka við iðgjöldum og varðveita upplýsingar um réttindi sjóðfélaga.
 • Að ávaxta fjármuni sjóðsins með sem bestum hætti með hliðsjón af fjárfestingarstefnu og að teknu tilliti til áhættu.

Námaskarð

Áherslur

A. Sjóðfélagar:

 • Að sjóðfélagar, makar þeirra og börn fái réttar greiðslur á réttum tíma.
 • Að veita góða þjónustu, með áherslu á öruggar upplýsingar, traustar ráðleggingar, gott viðmót og stuttan svartíma.
 • Að móttaka og skráning iðgjalda gefi ætíð rétta mynd af réttindum sjóðfélaga.
 • Að gefa sjóðfélögum góðar upplýsingar um inneign, réttindi og starfsemi sjóðanna almennt.
 • Að sjóðfélagar eigi kost á lánum frá lífeyrissjóðunum til langs tíma.
 • Að sjóðfélagar geti valið milli ólíkra leiða í viðbótarlífeyrissparnaði.

B. Kynningarmál:

 • Að veita sjóðfélögum góðar upplýsingar um réttindaávinning sinn, reglur um lífeyrisréttindi og starfsemi sjóðanna.
 • Að kynna launagreiðendum reglur um sjóðina, sem nauðsynlegt er að þeir hafi vitneskju um vegna greiðslu iðgjalda, framkvæmdar á eftirmannsreglu og ábyrgðar á skuldbindingum.
 • Að upplýsingar á heimasíðu sjóðanna gefi góða mynd af starfsemi þeirra og að auðvelt verði fyrir sjóðfélaga að nálgast upplýsingar á henni um inneign, áunnin réttindi og stöðu lána.
 • Að launagreiðendur geti notað heimasíðu sjóðanna til að leita upplýsinga um reglur, um greiðslu iðgjalda, framkvæmd eftirmannsreglu, stöðu viðskiptareikninga og til rafrænna skila á iðgjöldum.
 • Að gefa út fréttabréf með reglulegum hætti.
 • Að halda kynningarfundi fyrir sjóðfélaga, m.a. í samvinnu við stéttarfélög þeirra og fyrir launagreiðendur.
 • Að senda upplýsingaefni til nýrra sjóðfélaga.
 • Að yfirlit ásamt upplýsingum um afkomu sjóðanna verði sent til allra virkra sjóðfélaga eigi sjaldnar en einu sinni á ári.

C. Ávöxtun:

 • Að leitast við að ná sem bestri ávöxtun með hliðsjón af fjárfestingarstefnu og áhættu.
 • Að beita markvissum eignastýringaraðferðum, byggðum á fjárfestingarstefnu, sem yfirfarin er ekki sjaldnar en einu sinni á ári.
 • Að hafa mikla áhættudreifingu.
 • Að mæla ávöxtun og áhættu reglulega.
 • Að bjóða sjóðfélögum í viðbótarlífeyrissparnaði að velja ávöxtunarleiðir með mismunandi eignasamsetningu og áhættu.

D. Samfélagsleg ábyrgð:

 • Að mikilvægi samfélagslegs hlutverks lífeyrissjóðanna verði haft að leiðarljósi í allri starfsemi þeirra.

E. Samtök launafólks:

 • Að hafa góð samskipti við stéttarfélög sjóðfélaga, forsvarsmenn þeirra og trúnaðarmenn á vinnustöðum.
 • Að hafa frumkvæði að því að veita stéttarfélögum upplýsingar um starfsemi sjóðanna.

F. Ríkissjóður og aðrir launagreiðendur:

 • Að hafa góð samskipti við forsvarsmenn ríkissjóðs og aðra launagreiðendur sem greiða iðgjald til sjóðanna.
 • Að gefa reglubundnar upplýsingar um skuldbindingar lífeyrissjóðsins og skuldbindingar ríkissjóðs og einstakra launagreiðenda gagnvart sjóðunum.
 • Að hafa góð samskipti við þá starfsmenn, sem annast launamál hjá einstökum launagreiðendum, vegna skila á iðgjöldum og framkvæmdar eftirmannsreglu.

G. Starfsmenn:

 • Að laða til starfa hæft starfsfólk og gefa því tækifæri til að nýta kunnáttu sína og frumkvæði.
 • Að hafa skýra starfsmannastefnu, þar sem kveðið er á um skriflega ráðningarsamninga, skriflegar starfslýsingar, símenntun starfsmanna, starfsmannasamtöl o.fl.
 • Að stuðla að því í hvívetna að starfsmenn LSR séu vel upplýstir um málefni sjóðanna.
 • Að aðbúnaður og vinnuumhverfi starfsmanna sé ætíð sem best.
 • Að hafa góð samskipti við stéttarfélög starfsmanna sjóðanna.

H. Hagkvæmni í rekstri:

 • Að gæta fyllstu hagkvæmni í rekstri sjóðanna.
 • Að sjá til þess að kostnaður haldist innan skilgreindrar kostnaðarviðmiðunar og áætlunar hverju sinni.
 • Að skilvirkt innra eftirlit sé fyrir hendi og að það verði í stöðugri þróun.
 • Að meta reglubundið hvort hagkvæmt sé að fela öðrum aðilum tiltekna þætti í starfsemi sjóðanna.

I. Upplýsingakerfi:

 • Að sjóðirnir hafi góð upplýsingakerfi til þess að sinna öllum þáttum starfseminnar.
 • Að sjálfvirkni verði aukin þar sem því verði við komið, t.d. með rafrænum iðgjaldaskilum.

J. Tryggingafræðileg athugun:

 • Að fylgjast vel með tryggingafræðilegri stöðu sjóðanna á hverjum tíma og þeim forsendum sem notaðar eru við mat á henni.

K. Markmiðssetning, skriflegir verkferlar, áhættugreining og innra eftirlit:

 • Að setja skýr markmið um alla helstu þætti í starfsemi sjóðanna, bæði til skemmri og lengri tíma. Þau verði síðan yfirfarin með reglulegum hætti.
 • Að gerð verði skrifleg lýsing á öllum helstu verkferlum.
 • Að greining á helstu áhættuþáttum í starfsemi sjóðanna sé jafnan fyrir hendi.
 • Að skrifleg lýsing á skipulagi innra eftirlits liggi fyrir.

L. Viðhorfs- og árangursmælingar:

 • Að viðhorfs- og árangursmælingar séu eðlilegur hluti af starfsemi sjóðsins.

M. Eftirlitsaðilar:

 • Að samstarf við eftirlitsaðila verði gott og upplýsingagjöf til þeirra verði með sem bestum hætti.