Einstaklingsaðild

Lífeyrir

Ef þú hefur fengið rétt til áframhaldandi aðildar í kjölfar niðurlagningar á starfi þá reiknast lífeyrir þinn af launum, sem iðgjöld voru síðast greidd af fyrir hið niðurlagða starf, að viðbættum meðalbreytingum sem orðið hafa dagvinnulaunum opinberra starfsmanna frá þeim tíma og þar til taka lífeyris hefst.

Til að skýra þetta nánar má hugsa sér að starf hafi verið lagt niður 1. júlí 2006 og dagvinnulaun fyrir starfið hafi verið 300.000 krónur. Meðaltalsvísitala sem í júlí 2006 var 247,3 er í febrúar 2011 orðin 314,8. Viðmiðunarlaun fyrir iðgjöld eða lífeyri væru þá 300.000*314,8/247,3 = 381.884 krónur.

Flýtileiðir