Fundir

LSR heldur reglulega kynningar- og fræðslufundi fyrir sjóðfélaga.

LSR býður upp á fræðslu um lífeyrismál á vinnustöðum og hjá stéttarfélögum sé þess óskað.

Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH var haldinn miðvikudaginn 23. maí 2018 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, kl. 15:00.

Ársfundur er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Dagskrá

  • Skýrslur stjórna LSR og LH
  • Ársreikningar 2017
  • Fjárfestingarstefna
  • Tryggingafræðilegar úttektir
  • Skuldbindingar launagreiðenda
  • Breytingar á samþykktum
  • Önnur mál 

Kynningar- og fræðslufundir um lífeyrismál fyrir virka sjóðfélaga 

Árlega eru haldnir kynningarfundir fyrir virka sjóðfélaga A- og B-deild LSR í húsnæði LSR að Engjateigi 11.

Tilgangur fundanna er að fræðast um lífeyrismál; um uppbyggingu réttindakerfisins, iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.

Fundir á árinu 2018 voru eftirfarandi: 

  • 28. maí fyrir sjóðfélaga í B-deild LSR
  • 29. maí fyrir sjóðfélaga í A-deild LSR
  • 30. maí fyrir sjóðfélaga sem eiga réttindi bæði í A- og B-deild LSR. 

Kynningar- og samráðsfundir fyrir sjóðfélaga á lífeyri

LSR heldur kynningar- og samráðsfundi fyrir sjóðfélaga á lífeyri og maka þeirra á ári hverju. 

Fundur ársins 2018 var haldinn 24. apríl kl. 14:00 á hótel Hilton Reykjavík Nordica og var opinn öllum sjóðfélögum á lífeyri og mökum þeirra.

Tilgangur þessa fundar er að veita sjóðfélögum upplýsingar um afgreiðslu lífeyris, áhrif kjarasamninga á lífeyrisgreiðslur og framkvæmd meðaltals- og eftirmannsreglu. 

Þá er einnig fjallað um önnur hagsmunamál sem varða lífeyrisþega og starfsemi sjóðanna almennt.

Smelltu hér til að skoða glærukynningu frá fundinum sem haldinn var 24.04.2018