Val um eftirmanns- eða meðaltalsreglu

Hver er munur á eftirmannsreglu og meðaltalsreglu?

Breyting á lífeyri

Þeir sem hefja töku lífeyris í beinu framhaldi af starfi í B-deild geta valið að lífeyrir taki sömu kjarasamningsbundnu breytingum og verða á þeim launum sem greidd eru á hverjum tíma fyrir starfið (eftirmannsregla). Almenna reglan er þó að lífeyrisgreiðslur fylgi meðalbreytingum sem verða á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu (meðaltalsregla).

  • Lífeyrisgreiðslur samkvæmt eftirmannsreglu fylgja kjarasamningsbundnum breytingum sem verða á launum fyrir lokastarf eða eftir atvikum fyrir hærra launað starf en lokastarf. Ef hækkun verður á launum eftirmanns í starfi kannar sjóðurinn í samráði við launagreiðanda hvort lífeyrisþegi skuli njóta þeirrar hækkunar.
  • Lífeyrir samkvæmt meðaltalsreglu fylgir þeim breytingum sem verða að meðaltali á föstum launum opinberra starfsmanna fyrir dagvinnu. Hagstofa Íslands reiknar út þessar meðalbreytingar mánaðarlega og er horft til breytinga hjá öllum opinberum starfsmönnum hjá ríki og sveitarfélögum.
Hægt er að skipta af eftirmannsreglu yfir á meðaltalsreglu en ekki öfugt. Sá, sem vill breyta af eftirmannsreglu og yfir á meðaltalsreglu, þarf að fylla út sérstakt eyðublað. Slík breyting tekur gildi 3 mánuðum eftir að umsókn berst LSR.

Flýtileiðir