Innheimta lána

Ef ekki er staðið við skuldbindingar samkvæmt skuldabréfi ber lántakanda að greiða dráttarvexti samkvæmt ákvörðun Seðlabanka Íslands. Jafnframt geta vanskilagjöld bæst við lánið. Við vanskil er lánveitanda heimilt að fella alla skuldina í gjalddaga fyrirvaralaust. Sem síðasta úrræði gæti fasteignin verið seld nauðungarsölu ef ekki er staðið í skilum á greiðslum.

Vanskil

Ef vanskil verða á afborgun lána eru send út eftirtalin bréf með tilheyrandi kostnaði:

  • 30 daga vanskil                Áminning
  • 60 daga vanskil                Lokaaðvörun
  • 90 daga vanskil                Innheimtubréf
  • 120 daga vanskil              Greiðsluáskorun

Stefnuvottur birtir veðeigendum og lántakanda greiðsluáskorun.

  • 150 daga vanskil              Nauðungarsölubeiðni

Upplýsingar um kostnað vegna vanskila má finna í gjaldskrá.

Vinsamlega athugið

Ef lántakandi hefur samband við sjóðinn og semur um greiðslur vegna vanskila er skráður greiðslufrestur. Þá stöðvast innheimtuferlið eftir 90 daga og hægt er að forðast töluverðan innheimtukostnað. Vinsamlega sendið póst á lan@lsr.is eða hafið samband í síma 510 6100.