Vaktaálag

Um greiðslu og ávinnslu réttinda

Sjóðfélagar í B-deild LSR sem vinna reglubundna vaktavinnu, þ.e. hafa vinnutíma sem hreyfist með reglubundnum hætti, eiga að greiða iðgjald af vaktaálagi og ávinna sér rétt til lífeyris vegna þessa. Sama gildir um næturverði og starfsfólk sem hefur vinnuskyldu eingöngu á nóttunni, þ.e. á tímabilinu frá kl. 22:00 - 09:00.

Ekki á að greiða iðgjald af öðrum álagsgreiðslum svo sem bakvöktum eða gæsluvöktum og heldur ekki af álagsgreiðslum vegna fasts vinnutíma utan dagvinnumarka, t.d. kl. 13 - 18 daglega.

Réttindi reiknast sem hlutfall af fjárhæð sem fylgir vísitölu dagvinnulauna opinberra starfsmanna. Því hærri laun, þeim mun meiri réttindi.

Viðmiðunarfjárhæðin er kr. 456.764 í apríl 2024.