Búseta erlendis

Eftirlauna- og lífeyrisþegar sem eru með lögheimili erlendis þurfa árlega að skila inn svokölluðu lífsvottorði til sjóðsins. Vottorðið þarf að vera staðfest af opinberum aðila í viðkomandi landi. Makalífeyrisþegar þurfa að skila inn lífsvottorði þar sem fram kemur hjúskaparstaða. Þessu til viðbótar þurfa örorkulífeyrisþegar að skila inn afriti af skattframtali.

Vottorðinu þarf að skila inn árlega á meðan lögheimili er skráð erlendis. Ef vottorðinu er ekki skilað inn stöðvast greiðslur frá og með 1. apríl. Hægt er að senda sjóðnum vottorðið með hefðbundnum pósti á heimilisfang sjóðsins eða tölvupósti á netfangið lifeyrir@lsr.is.

Lífsvottorð

Lífsvottorð ásamt hjúskaparstöðu