Skattlagning lífeyris
Greiddur er tekjuskattur af lífeyrisgreiðslum og eru skattþrepin þrjú
Það er á ábyrgð lífeyrisþega að tilkynna eftir hvaða skattþrepi á að skattleggja lífeyrisgreiðslur. Ef lífeyrisþegi fær laun/lífeyri greidd frá fleiri en einum launagreiðanda er mikilvægt að slíkar upplýsingar berist sjóðnum. Þannig er tryggt að réttur tekjuskattur sé reiknaður hverju sinni.
Tekjuskattur af launatekjum er reiknaður í þrepum.
Staðgreiðsla skatta árið 2023
- Skattþrep 1 31,45% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur að kr. 409.986.
- Skattþrep 2 37,95% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur frá kr. 409.987 og að kr. 1.151.012.
- Skattþrep 3 46,25% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur yfir kr. 1.151.012.
Persónuafsláttur 2023
Fullur persónuafsláttur er kr. 59.665 á mánuði.
Það er á ábyrgð lífeyrisþega að upplýsa LSR um nýtingu persónuafsláttar.
Skattleysismörk 2023
Skattleysismörk eru kr. 189.714 á mánuði miðað við 100% skattkort.
Lífeyrisþegar búsettir erlendis
Þeir lífeyrisþegar sem búsettir eru erlendis og eiga samkvæmt skattasamningum ekki að greiða skatt á Íslandi þurfa að skila staðfestingu frá Skattinum þess efnis inn til sjóðsins.
Flýtileiðir
- Stafræn beiðni um breytingu á staðgreiðsluskilum Krefst rafrænna skilríkja í síma