Skattlagning lífeyris

Greiddur er tekjuskattur af lífeyrisgreiðslum og eru skattþrepin þrjú

Það er á ábyrgð lífeyrisþega að tilkynna eftir hvaða skattþrepi á að skattleggja lífeyrisgreiðslur. Ef lífeyrisþegi fær laun/lífeyri greidd frá fleiri en einum launagreiðanda er mikilvægt að slíkar upplýsingar berist sjóðnum. Þannig er tryggt að réttur tekjuskattur sé reiknaður hverju sinni.

Tekjuskattur af launatekjum er reiknaður í þrepum.

Staðgreiðsla skatta árið 2024

  • Skattþrep 1 31,48% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur að kr. 446.136.
  • Skattþrep 2 37,98% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur frá kr. 446.137 og að kr. 1.252.501.
  • Skattþrep 3 46,28% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur yfir kr. 1.252.501.


Persónuafsláttur 2024
Fullur persónuafsláttur er kr. 64.926 á mánuði.
Það er á ábyrgð lífeyrisþega að upplýsa LSR um nýtingu persónuafsláttar.

Skattleysismörk 2024

Skattleysismörk eru kr. 206.245 á mánuði miðað við 100% skattkort.

Lífeyrisþegar búsettir erlendis
Lífeyrisþegar sem búsettir eru í landi sem er með tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagningu lífeyristekna. Það er gert með því að fylla út sérstakt eyðublað hjá Skattinum og senda þeim ásamt nauðsynlegum fylgigögnum. Þegar staðfesting um undanþágu hefur borist frá Skattinum þarf svo að senda þessa staðfestingu á LSR. Athugið að undanþágan gildir aðeins eitt ár í senn og þarf því að sækja um hana árlega.

Flýtileiðir