Skattlagning lífeyris

Greiddur er tekjuskattur af lífeyrisgreiðslum og eru skattþrepin þrjú

Það er á ábyrgð lífeyrisþega að tilkynna eftir hvaða skattþrepi á að skattleggja lífeyrisgreiðslur. Ef lífeyrisþegi fær laun/lífeyri greidd frá fleiri en einum launagreiðanda er mikilvægt að slíkar upplýsingar berist sjóðnum. Þannig er tryggt að réttur tekjuskattur sé reiknaður hverju sinni. Ef röngum tekjuskatti er skilað kemur til uppgjörs við álagningu í ágúst ár hvert með 2,5% álagi sbr. 122. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Tekjuskattur af launatekjum er reiknaður í þrepum.

Staðgreiðsla skatta árið 2021

  • Skattþrep 1  31,45% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur að kr. 349.018.
  • Skattþrep 2  37,95% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur frá kr. 349.019 og að kr. 979.847.
  • Skattþrep 3  46,25% skattur á samtals skattskyldar mánaðarlegar tekjur frá kr. 979.848.


Persónuafsláttur 2021
Fullur persónuafsláttur er kr. 50.792 á mánuði.
Það er á ábyrgð lífeyrisþega að upplýsa LSR um nýtingu persónuafsláttar.

Skattleysismörk 2021

Skattleysismörk lífeyrisþega eru kr.161.501 á mánuði miðað við 100% skattkort.

Flýtileiðir