Örorkulífeyrir

Trygging vegna skertrar starfsorku

Örorkulífeyrir aðstoðar við að bæta upp tekjumissi sjóðfélaga sem hafa þurft að minnka við sig vinnu eða látið af störfum vegna sjúkdóms eða slyss.

Við mat á rétti til örorkulífeyris

Sjóðfélagar í B-deild, sem þurfa að minnka við sig vinnu eða hætta störfum sökum orkutaps sem metin er 10% eða meira, eiga rétt á örorkulífeyri.

Við mat á orkutapi er aðallega miðað við vanhæfni sjóðfélaga til að gegna starfi því er hann hefur gegnt og er tengd aðild hans að sjóðnum.

Samanlagður lífeyrir, barnalífeyrir, almannatryggingar og/eða aðrar launagreiðslur skal aldrei vera hærri en sá tekjumissir sem sjóðfélaginn hefur sannarlega orðið fyrir sökum orkutaps.

Gögn sem skila þarf til LSR

  • Útfyllt og undirrituð umsókn
  • Ítarlegt læknisvottorð, ekki eldra en 3ja mánaða

Fjárhæð örorkulífeyris

Örorkulífeyrir tekur mið af örorkumati og starfshlutfalli sem sjóðfélagi er í samhliða orkutapi. Fjárhæð örorkulífeyris fer eftir þeim réttindum sem sjóðfélagi hefur áunnið sér við starfsorkutap. 

Þegar örorka er metin 75% eða meira er rétturinn hinn sami og áunnin eftirlaun.

Ef rekja má aðalorsök örorku til starfs er réttur framreiknaður til 65 ára aldurs. Auk áunninna réttinda er þá reiknað með þeim réttindum sem sjóðfélagi hefði áunnið sér hjá sjóðnum ef greitt hefði verið til 65 ára aldurs. 

Örorkulífeyrir skerðir ekki áunnin réttindi.

Fjárhæð barnalífeyris vegna örorku

  • Börn sjóðfélaga geta átt rétt til barnalífeyris.
  • Barnalífeyrir vegna örorku er greiddur framfæranda til 18 ára aldurs barns.
  • Fullur mánaðarlegur barnalífeyrir vegna örorku er kr. 23.074.

Flýtileiðir