Ekki réttur til endurgreiðslu

Hvað þá?

Eigi sjóðfélagi ríkisfang innan EES svæðis eða Bandaríkjanna er óheimilt að endurgreiða iðgjöld við brottflutning frá Íslandi.

Sjóðfélagar í A-deild geta hafið töku eftirlauna hvenær sem er á aldrinum frá 60 til 70 ára. Velji sjóðfélagi að taka lífeyri við 65 ára aldur, fær hann greiðslur í samræmi við áunnin stig. Ef sjóðfélagi frestar töku lífeyris eftir að 65 ára aldri er náð hækkar upphæð eftirlauna vegna réttinda, sem áunnin voru fram til 65 ára aldurs, um 0,75% fyrir hvern mánuð sem lífeyristöku er frestað. Hefji sjóðfélagi hins vegar töku lífeyris fyrir 65 ára aldur lækkar áunninn lífeyrisréttur um 0,5% fyrir hvern mánuð sem vantar á að 65 ára aldri sé náð.

Jafnframt er vakin athygli á því að sjóðfélagi kann að eiga rétt á örorkulífeyri verði hann fyrir starfsorkuskerðingu vegna sjúkdóma eða slysa. Við fráfall sjóðfélaga myndast lífeyrisréttur til maka og barna.

  • Þegar kemur að töku lífeyris þarf að sækja um greiðslur á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á vef LSR.
  • LSR greiðir eingöngu inn á íslenskan bankareikning.
  • Lífeyrir er greiddur út 1. dag hvers mánaðar. Tekjuskattur reiknast af lífeyrisgreiðslum og má sjá nánari upplýsingar um skattlagningu hér.
  • Ef heildarréttindi sjóðfélaga eru undir einu stigi er lífeyrir greiddur út sem eingreiðsla.