Réttindi í öðrum sjóðum

Algengt er að fólk eigi réttindi í mörgum lífeyrissjóðum. Ekki er hægt að sameina réttindi eða flytja þau milli sjóða.

Lífeyrisgáttin - Upplýsingar um lífeyrisréttindi á einum stað

Lífeyrisgáttin er leið til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum. Lífeyrisgáttina er að finna á Mínum síðum á vef LSR.


Samkomulag um samskipti lífeyrissjóða

Flestir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að samkomulagi um samskipti lífeyrissjóða. Því er að jafnaði nægjanlegt fyrir sjóðfélaga að sækja um lífeyri hjá einum sjóði (yfirleitt þeim sjóði sem síðast var greitt til). Sá sjóður hefur aðgang að nafnaskrá lífeyrissjóða og sendir umsóknina áfram til annarra sjóða sé þess óskað.

Samkomulagið tekur til eftirfarandi þátta:

  • Réttindi í fleirum en einum sjóði
  • Skipting framreiknings milli sjóða
  • Reglur um barnalífeyri milli sjóða
  • Upplýsingagjöf milli sjóða
  • Réttindaflutningar milli sjóða
  • Umsókn um lífeyri vegna réttinda í mörgum sjóðum

Lífeyrismál.is - Upplýsingavefur um lífeyrismál

Lifeyrismal.is-med-undirtitli

Á vefnum Lífeyrismál.is er að finna margvíslegt kynningarefni og upplýsingar um lífeyrismál, lífeyrisréttindi, starfsemi lífeyrissjóða og ótal margt sem tengist lífeyriskerfi landsmanna beint eða óbeint. Lífeyrismál.is má jafnframt finna á Facebook.

Á vefnum má t.d. finna 90 sek. kynningarmyndband um lífeyrissjóðakerfið sem gert var fyrir framhaldsskólanema:

Kennslumyndband um lífeyrissjóðakerfið fyrir framhaldsskólanema