Umframgreiðslur og uppgreiðslur lána

Greiða inn á lán

Hægt er að greiða inn á lán hvenær sem er án nokkurs aukakostnaðar. Það er gert með því að óska eftir umframgreiðslusamningi.

Með umframgreiðslusamningi stofnast krafa í heimabanka viðkomandi með þeirri fjárhæð sem kosið er að greiða inn á lánið. Krafan er valkvæð í hvert skipti og fellur niður 15 dögum eftir gjalddaga ef hún er ekki greidd.

Vinsamlega sendið póst á lsr@lsr.is eða hafið samband í síma: 510-6100 til að óska eftir umframgreiðslusamningi.

Greiða upp lán

Hægt er að greiða upp lán hvenær sem er án nokkurs aukakostnaðar. Það er gert með því að óska eftir uppgreiðslusamningi.  

Með uppgreiðslusamningi stofnast krafa í heimabanka lántaka fyrir uppgreiðsluverðmæti lánsins. Ef þriðji aðili t.d. fasteignasali eða fjármálastofnun ætlar að greiða upp lán þá fær viðkomandi aðili uppgefna seðilrönd kröfunnar.

Vinsamlega sendið póst á lsr@lsr.is eða hafið samband í síma: 510-6100 til að óska eftir uppgreiðslusamningi.