Umframgreiðslur og uppgreiðslur lána

Greiða inn á lán

Hægt er að greiða aukalega inn á lán hvenær sem er án nokkurs kostnaðar. 

Einfaldast er að greiða inn á lán á Mínum síðum á vef LSR. Hvort tveggja er hægt að framkvæma staka greiðslu inn á lán eða útbúa umframgreiðslusamning ef greiða skal aukalega inn á lán með fleiri en einni greiðslu.

Krafa birtist í heimabanka innan klukkustundar eftir skráningu og greiðslan sést í greiðslusögu lánsins á Mínum síðum daginn eftir að greiðsla er innt af hendi. Krafan er valkvæð í hvert skipti og fellur niður 3 dögum eftir gjalddaga ef hún er ekki greidd. Greiða þarf gjaldfallinn gjalddaga áður en krafan er greidd svo greiðslan fari öll inn á höfuðstól.

Einnig er hægt að hafa samband við LSR með því að senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is eða hringja í síma:
510-6100 til að óska eftir að greiða aukalega inn á lán.

Greiða upp lán

Hægt er að greiða upp lán hvenær sem er án nokkurs aukakostnaðar.

Einfaldast er að greiða upp lán á Mínum síðum á vef LSR þar er hægt er að stofna kröfu í heimabanka lántaka fyrir uppgreiðsluverðmæti lánsins. Uppgreiðsluverðmæti er sótt sjálfkrafa og krafan vegna uppgreiðslunnar birtist í heimabanka innan klukkustundar. 

Kröfu vegna uppgreiðslu láns þarf að greiða samdægurs fyrir kl. 20:30, en krafan fellur niður eftir þann tíma.


Einnig er hægt að hafa samband við LSR með því að senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is eða hringja í síma:
510-6100 til að óska eftir að greiða upp lán.