Aðild að A-deild
Almennt um aðild
LSR er lokaður lífeyrissjóður fyrst og fremst fyrir ríkisstarfsmenn. Rétt til aðildar eiga allir sem taka laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og starfa hjá ríki, sveitarfélögum og hjá skyldum eða sambærilegum launagreiðendum.
Aðrir launagreiðendur geta þó sótt um að greiða í A-deild LSR fyrir starfsmenn sína séu aðildarskilyrði uppfyllt.
Félagsmönnum aðildarfélaga BSRB og aðildarfélaga BHM, KÍ eða Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er heimil aðild að A-deild sjóðsins með samþykki launagreiðanda, enda samþykki hann að greiða mótframlag sem nú er 11,5% af heildarlaunum.
Fylla þarf út þar til gert umsóknareyðublað sem skal vera undirritað af launagreiðanda eða einhverjum með fjármálalegt umboð fyrir launagreiðanda.
Aðildarskilyrði
- Greiða þarf í stéttarfélag innan BSRB, BHM, KÍ eða Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga af viðkomandi starfi.
- Mótframlag launagreiðanda í A-deild LSR er 11,5%.
- Senda má undirritaða umsókn á idgjold@lsr.is.
Sérstakt iðgjald
- Á við um þá starfsmenn sem hafa greitt í A-deild LSR eða A-deild Brúar fyrir 1. júní 2017 og eiga enn rétt á jafnri ávinnslu réttinda.
Launagreiðendum sem eru ekki að meirihluta fjármagnaðir með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum eða framlögum ber að greiða sérstakt iðgjald til þess að starfsmenn þeirra haldi jafnri ávinnslu réttinda.
- Iðgjald þetta er breytilegt, frá og með 1. janúar 2024 varð það 4,58% og er hlutur launagreiðanda því samtals 16,08%.
Ef þetta sérstaka iðgjald er ekki greitt reiknast réttindi sjóðfélaga í aldurstengdri ávinnslu.
Eftir samþykki umsóknar
- Skilagrein þarf að berast strax eftir útborgun launa á idgjold@lsr.is.
- Hægt er að senda beiðni um lykilorð fyrir rafræn skil á idgjold@lsr.is.
- Millifæra þarf inn á reikning A-deildar LSR í hverjum mánuði en hægt er að óska eftir því að krafa myndist sjálfkrafa í heimabanka.
Vinsamlega athugið að einnig þarf að standa skil á endurhæfingargjaldi vegna VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Gjaldið er nú 0,10% af heildarlaunum og skal það skilast til LSR á sömu skilagrein og iðgjöld.