Eftirlaun
Almennt um eftirlaun
Sveigjanleg starfslok
Sjóðfélagi getur hafið töku eftirlauna í A-deild hvenær sem er á aldrinum 60 til 80 ára og þarf ekki að láta af störfum þegar taka eftirlauna hefst.
- Fjárhæð eftirlauna fer eftir áunnum réttindum.
- Sjóðfélagi hefur val um að taka eftirlaun frá 60 ára aldri eða fresta því til 80 ára aldurs. Athugið að ekki er hægt að sækja um afturvirkar eftirlaunagreiðslur úr A-deild LSR.
- Það er ekki skilyrði að vera hætt/ur störfum.
- Eftirlaun greiðast mánaðarlega ævilangt og eru að jafnaði eftirágreidd.
Fjárhæð og útborgun eftirlauna
Í aldurstengdri ávinnslu réttinda reiknast fjárhæð eftirlauna út frá réttindatöflum.
Viðmiðunaraldur fyrir töku eftirlauna er við 67 ára aldur.
Ef sjóðfélagi hefur töku eftirlauna fyrir 67 ára aldur, lækkar mánaðarleg upphæð áunninna eftirlauna en ef töku eftirlauna er seinkað framyfir 67 ára aldur hækka áunnin réttindi. Taflan hér fyrir neðan sýnir þessa lækkun eða hækkun í prósentum.
Jöfn ávinnsla réttinda
Flýtileiðir
- Stafræn umsókn um eftirlaun Krefst rafrænna skilríkja í síma