Eftirlaun í A-deild LSR

Almennt um eftirlaun

Sveigjanleg starfslok

Sjóðfélagi getur hafið töku lífeyris í A-deild hvenær sem er á aldrinum 60 til 80 ára og þarf ekki að láta af störfum þegar taka lífeyris hefst.

  • Fjárhæð lífeyris fer eftir áunnum réttindum.
  • Sjóðfélagi hefur val um að fara á lífeyri frá 60 ára aldri eða fresta því til 80 ára aldurs.
  • Það er ekki skilyrði að vera hætt/ur störfum.
  • Eftirlaun greiðast mánaðarlega ævilangt og eru að jafnaði eftirágreidd.

 

Fjárhæð og útborgun eftirlauna

Í aldurstengdri ávinnslu réttinda reiknast fjárhæð eftirlauna út frá réttindatöflum.

  • Viðmiðunaraldur lífeyristöku er við 67 ára aldur.
  • Ef sjóðfélagi hefur lífeyristöku fyrir 67 ára aldur, lækkar mánaðarleg upphæð áunnins lífeyris en ef starfi er haldið áfram eftir 67 ára aldur bætist hins vegar við áunnin réttindi.

Aldur lífeyristöku

Aldurstengd ávinnsla réttinda
Hlutfall lækkunar/ávinnings

60 ára 41,88% lækkun á áunnum lífeyri
61 árs 37,44% lækkun á áunnum lífeyri
62 ára  32,64% lækkun á áunnum lífeyri
63 ára 27,36% lækkun á áunnum lífeyri
64 ára 21,48% lækkun á áunnum lífeyri
65 ára 15,00% lækkun á áunnum lífeyri
66 ára  7,92% lækkun á áunnum lífeyri
67 ára Engin breyting á áunnum lífeyri
68 ára 7,20% ávinningur á áunninn lífeyri við 67 ára aldur
69 ára 15,24% ávinningur á áunninn lífeyri við 67 ára aldur
70 ára 24,24% ávinningur á áunninn lífeyri við 67 ára aldur

 

Í jafnri ávinnslu réttinda ávinnur sjóðfélagi sér árlegan lífeyrisrétt sem nemur 1,9% af meðallaunum. Réttindin eru verðtryggð miðað við neysluverðsvísitölu.

  • Viðmiðunaraldur lífeyristöku er við 65 ára aldur.
  • Fyrir hvern mánuð sem sjóðfélagi sem fer á lífeyri fyrir 65 ára lækkar áunninn lífeyrir um 0,5% fyrir hvern mánuð. Sjóðfélagi sem starfar lengur en til 65 ára fær 0,75% hækkun á áunninn lífeyri fyrir hvern mánuð. 

Aldur  lífeyristöku

 Jöfn ávinnsla réttinda
Hlutfall lækkunar/ávinnings

60 ára 30% lækkun á áunnum lífeyri
61 árs  24% lækkun á áunnum lífeyri
62 ára  18% lækkun á áunnum lífeyri
63 ára 12% lækkun á áunnum lífeyri
64 ára  6% lækkun á áunnum lífeyri
65 ára Engin breyting á áunnum lífeyri 
66 ára 9% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur
67 ára 18% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur
68 ára 27% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur
69 ára 36% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur
70 ára  45% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur

 


Flýtileiðir