Hvenær?

65 ára er lífeyristökualdur í A-deild LSR

Þegar þú hefur greitt iðgjald í A-deild sjóðsins áttu rétt á fullum lífeyri frá næstu mánaðamótum eftir að þú verður 65 ára

Þér er heimilt að hefja töku lífeyris áður en þú nærð 65 ára aldri en þó ekki fyrr en næstu mánaðamót eftir að 60 ára aldri er náð.

  • Upphæð lífeyris lækkar um 0,5% fyrir hvern mánuð sem vantar upp á 65 ára aldur. Lækkunin er varanleg.
  • Ef þú ákveður að fresta töku lífeyris fram yfir 65 ára aldur færðu aukreitis 0,75% á áunnin stig við 65 ára aldur, fyrir hvern mánuð sem töku lífeyris er frestað. Ekki er hægt að fresta lengur en til 70 ára aldurs.
Aldur Hlutfall lækkunar/ávinnings 
60 ára 30% lækkun á áunnum lífeyri
61 árs 24% lækkun á áunnum lífeyri
62 ára 18% lækkun á áunnum lífeyri
63 ára 12% lækkun á áunnum lífeyri
64 ára  6% lækkun á áunnum lífeyri
65 ára Almennur lífeyristökualdur
66 ára 9% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur
67 ára 18% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur 
68 ára  27% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur 
69 ára  36% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur 
70 ára  45% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur 

Haldir þú áfram í starfi eftir að taka ellilífeyris er hafin, eru áunnin stig endurreiknuð þegar þú hefur náð 70 ára aldri þó þú sért ekki starfi fram til þess tíma. Stigin sem þú ávinnur þér meðfram lífeyristöku eru helmingi verðminni.Dæmi um lækkun:

Forsendur: Sjóðfélagi með 50 áunnin stig tekur lífeyri næstu mánaðamót eftir að hann verður 60 ára.

Heildarstigafjöldi við 60 ára * grundvallarfjárhæð * stuðull = Áunninn lífeyrir við 60 ára aldur

50 stig * 121.329 * 1,9% = 115.263 kr. á mánuði án lækkunar

Útreikningur lækkunar:

Áunninn lífeyrir * 0,70 (30% lækkun) = Mánaðarlegur ellilífeyrir frá 60 ára aldri

115.263 * 0,70 = 80.684 kr. á mánuði með lækkun


Dæmi um ávinning:

Forsendur: Sjóðfélagi með 70 áunnin stig við 65 ára aldur tekur lífeyri næstu mánaðamót eftir að hann verður 67 ára.

Heildarstigafjöldi við 65 ára * grundvallarfjárhæð * stuðull = Áunninn lífeyrir við 65 ára aldur

70 stig * 121.329 * 1,9% = 161.368 kr. á mánuði án ávinnings
Útreikningur ávinnings:
Áunninn lífeyrir * 1,18 (18% ávinningur) = Mánaðarlegur ellilífeyrir frá 67 ára aldri
161.368 * 1,18 =190.414 kr. á mánuði með ávinningi*

*Í þessu dæmi er ekki gert ráð fyrir að sjóðfélagi greiði iðgjöld í sjóðinn eftir 65 ára aldur.


Flýtileiðir