Hvenær?

Fjárhæð og útborgun ellilífeyris

Í aldurstengdri ávinnslu réttinda reiknast fjárhæð ellilífeyris út frá réttindatöflum.
  • Viðmiðunaraldur lífeyristöku er við 67 ára aldur.
  • Ef sjóðfélagi hefur lífeyristöku fyrir 67 ára aldur, lækkar mánaðarleg upphæð áunnins lífeyris en ef starfi er haldið áfram eftir 67 ára aldur bætist hins vegar við áunnin réttindi.

Í jafnri ávinnslu réttinda ávinnur sjóðfélagi sér árlegan lífeyrisrétt sem nemur 1,9% af meðallaunum. Réttindin eru verðtryggð miðað við neysluverðsvísitölu.
  • Viðmiðunaraldur lífeyristöku er við 65 ára aldur.
  • Fyrir hvern mánuð sem sjóðfélagi sem fer á lífeyri fyrir 65 ára lækkar áunninn lífeyrir um 0,5% fyrir hvern mánuð. Sjóðfélagi sem starfar lengur en til 65 ára fær 0,75% hækkun á áunninn lífeyri fyrir hvern mánuð. Sjá nánar töflu:

Aldur Hlutfall lækkunar/ávinnings 
60 ára 30% lækkun á áunnum lífeyri
61 árs 24% lækkun á áunnum lífeyri
62 ára 18% lækkun á áunnum lífeyri
63 ára 12% lækkun á áunnum lífeyri
64 ára  6% lækkun á áunnum lífeyri
65 ára Almennur lífeyristökualdur
66 ára 9% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur
67 ára 18% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur 
68 ára  27% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur 
69 ára  36% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur 
70 ára  45% ávinningur á áunninn lífeyri við 65 ára aldur 


Flýtileiðir