Spurt og svarað

Eftirlaun


Hvenær er hægt að hefja töku eftirlauna hjá LSR?

Sjóðfélagar í A-deild sjóðsins geta hafið töku lífeyris hvenær sem er á aldrinum frá 60 til 80 ára og þurfa þeir ekki að vera hættir störfum þegar taka lífeyris hefst. Sjóðfélagar í B-deild sjóðsins geta hafið töku lífeyris 65 ára skv. almennu reglunni en 60 ára skv. 95 ára reglunni hafi þeir látið af því fasta starfi sem veitti þeim aðild að sjóðnum.

Hvernig sæki ég um lífeyri?

Allir þurfa að sækja um lífeyri hvort sem vinnuveitandi tilkynnir um starfslok eða ekki. Hægt er að sækja umsóknareyðublað á vef sjóðsins eða óska eftir því að fá það sent í pósti. 

Ef ætlunin er að nýta skattkort hjá LSR þá þurfum við að fá upplýsingar um: 

  • Hversu hátt skattkort á að vera hjá LSR
  • Frá hvaða tíma á að nota skattkortið

Það nægir að senda tölvupóst með þessum upplýsingum.

Varðandi uppsöfnun þá er það á ábyrgð sjóðfélaga að gefa upp hvað búið er að nota mikið af skattkortinu. Hægt er að fá upplýsingar um notkun á vef Ríkisskattstjóra www.rsk.is.

Get ég tekið hálfan lífeyri?

Sjóðfélagar A-deildar geta tekið hálfan lífeyri frá 60 ára aldri. Ef sjóðfélagi velur þennan kost geymir hann hinn helminginn þar til hann kýs að taka fullan lífeyri. Mánaðarlegar greiðslur vegna geymdra réttinda breytast í samræmi við samþykktir sjóðsins.

Ef sjóðfélagi heldur áfram í starfi eftir að taka á hálfum lífeyri hefst eru réttindi sem ávinnast af starfi meðfram töku á hálfum lífeyrir endurreiknuð þegar sótt er um fullan lífeyrir. Hægt er að fresta töku á fullum lífeyrir til 80 ára aldurs.

Í lögum um almannatryggingar er kveðið á um skilyrði þess að fá greiddan hálfan lífeyri frá Tryggingastofnun. Athuga þarf að skilyrði fyrir hálfum lífeyri hjá Tryggingastofnun geta breyst ef breytingar verða á lögum eða öðrum gildandi reglum sem varða lífeyrisgreiðslur stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar um töku hálfs lífeyris má finna á vef Tryggingastofnunar.

Á ég réttindi hjá öðrum sjóðum?

Gerð hefur verið svokölluð lífeyrisskrá yfir alla þá sem einhvern tímann hafa greitt til lífeyrissjóða. Í þeirri skrá kemur fram til hvaða lífeyrissjóða hver einstaklingur hefur greitt. Lífeyrissjóðir veita sjóðfélögum upplýsingar úr skránni. Í skránni eru einungis upplýsingar um það til hvaða sjóða viðkomandi sjóðfélagi hefur greitt en engar frekari upplýsingar varðandi greiðslu iðgjalda eða réttindi. Hafa þarf samband við viðkomandi sjóð til að fá þær upplýsingar.

Örorkulífeyrir

Á ég rétt á örorkulífeyri?

Sjóðfélagar í A-deild sjóðsins, sem þurfa að minnka við sig vinnu eða hætta störfum sökum örorku sem metin er 40% eða meira og áunnið hafa sér a.m.k. 2 stig, eiga rétt á örorkulífeyri. 

Sjóðfélagar í B-deild sem þurfa að minnka við sig vinnu eða hætta störfum sökum örorku sem metin er 10% eða meira, eiga rétt á örorkulífeyri. 

Þarf ég að sækja um örorkulífeyri til allra lífeyrissjóða sem ég hef greitt til?

Þú sækir um hjá síðasta lífeyrissjóði sem þú greiddir til. Hann mun sjá til þess að koma öllum frumgögnum til allra sjóða sem þú hefur greitt til fyrir orkutap.

Get ég unnið hlutastarf og verið á örorkulífeyrir?

Svo framarlega heildartekjur þínar fari ekki yfir viðmiðunartekjur (meðallaun sl. þrjú ár fyrir orkutap uppreiknuð með launavísitölu)

Til hvers langs tíma gildir örorkumat?

Það er einstaklingsbundið. Upplýsingar um endurmat koma fram í bréfi til sjóðfélagans þegar greiðslur hefjast.

Hverjar eru viðmiðunartekjur örorkulífeyris?

Viðmiðunartekjur örorkulífeyris eru meðaltekjur sjóðfélaga síðustu þrjú ár fyrir orkutap.

Hvað er framreikningur örorkulífeyris?

Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sjóðsins getur verið réttur til framreiknings örorkulífeyrisréttinda til 65 ára aldurs.