Fjárfestingarstefna Séreignar


FjarfestingarstefnaSer

Nánari umfjöllun um einstaka verðbréfaflokka Leiðar I

Við ráðstöfun fjármagns og eignastýringu á verðbréfasöfnum Leiðar I eru eftirfarandi viðmið höfð um skiptingu eigna þannig að eignarhluti í einstökum verðbréfaflokkum geti verið á bilinu:

 • Innlán 0-15%: Verðtryggðir og óverðtryggðir innlánsreikningar sem og skammtímainnlán á hagstæðustu vöxtum sem bjóðast hverju sinni.
 • Skuldabréf 20–70%
 • Ríkistryggð bréf 10–60%: Skuldabréf útgefin af ríkissjóði eða með ábyrgð ríkissjóðs, s.s. húsnæðisbréf, húsbréf, íbúðabréf, ríkisbréf og spariskírteini ríkissjóðs. Séreign LSR hefur að auki heimild til að fjárfesta í ríkisskuldabréfasjóðum, með kaupum á hlutum eða einingum útgefnum af þeim.
 • Aðrir skuldabréfaflokkar: Skuldabréf útgefin af sveitarfélögum, fyrirtækjum og lánastofnunum, með trausta rekstrar- og fjárhagsstöðu, eða með ábyrgð þeirra. Séreign LSR hefur að auki heimild til að fjárfesta í blönduðum skuldabréfasjóðum, með kaupum á hlutum eða einingum útgefnum af þeim.
 • Hlutabréf 20–60%
 • Innlend hlutabréf 0–21%: Innlend hlutabréf í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Miðað er við að vægi óskráðra fyrirtækja verði ekki hærra en 15% af innlendri hlutabréfaeign sjóðanna á hverjum tíma.
 • Erlend hlutabréf 20-50%: Hlutabréfasjóðir eða sérgreind hlutabréfasöfn í hlutafélögum sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði. Til samstarfs um ávöxtun og fjárstýringu er miðað við að velja fjóra eða fleiri ótengda og óháða aðila.
 • Sjóðir um sameiginlega fjárfestingu 0-10% Innlendir og erlendir framtaks- og fasteignasjóðir, þar með talið sjóðasjóðir og beinir sjóðir.
 • Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 0-1%
  Sjóðurinn fjárfestir ekki í íbúðarhúsnæði nema í þeim tilvikum þegar hann þarf að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu. 

Nánari umfjöllun um einstaka verðbréfaflokka Leiðar II

Við ráðstöfun fjármagns og eignastýringu á verðbréfasöfnum Leiðar II eru eftirfarandi viðmið höfð um skiptingu eigna þannig að eignarhluti í einstökum verðbréfaflokkum geti verið á bilinu:

 • Innlán 0-15%: Verðtryggðir og óverðtryggðir innlánsreikningar sem og skammtímainnlán á hagstæðustu vöxtum sem bjóðast hverju sinni.
 • Skuldabréf 30–90%
 • Ríkistryggð bréf 20–70%: Skuldabréf útgefin af ríkissjóði eða með ábyrgð ríkissjóðs, s.s. húsnæðisbréf, húsbréf, íbúðabréf, ríkisbréf og spariskírteini ríkissjóðs. Séreign LSR hefur að auki heimild til að fjárfesta í ríkisskuldabréfasjóðum, með kaupum á hlutum eða einingum útgefnum af þeim.
 • Aðrir skuldabréfaflokkar: Skuldabréf útgefin af sveitarfélögum, með trausta rekstrar- og fjárhagsstöðu, eða með ábyrgð þeirra. Séreign LSR hefur að auki heimild til að fjárfesta í blönduðum skuldabréfasjóðum, með kaupum á hlutum eða einingum útgefnum af þeim.
 • Hlutabréf 10–40%
 • Innlend hlutabréf 0–16%: Innlend hlutabréf í fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Miðað er við að vægi óskráðra fyrirtækja verði ekki hærra en 15% af innlendri hlutabréfaeign sjóðanna á hverjum tíma.
 • Erlend hlutabréf 10-40%: Hlutabréfasjóðir eða sérgreind hlutabréfasöfn í hlutafélögum sem skráð eru á skipulegum verðbréfamarkaði. Til samstarfs um ávöxtun og fjárstýringu er miðað við að velja fjóra eða fleiri ótengda og óháða aðila.
 • Sjóðir um sameiginlega fjárfestingu 0-10%: Innlendir og erlendir framtaks- og fasteignasjóðir, þar með talið sjóðasjóðir og beinir sjóðir. 
 • Fjárfesting í íbúðarhúsnæði 0-1%.
  Sjóðurinn fjárfestir ekki í íbúðarhúsnæði nema í þeim tilvikum þegar hann þarf að yfirtaka eignir til að tryggja fullnustu kröfu.