Hálfur lífeyrir

Sjóðfélagar B-deildar geta tekið hálfan lífeyri frá 65 ára aldri. Heimildin er bundin því skilyrði að sjóðfélagi sé ekki í meira en 50% starfi sem veitir aðild að B-deild.

Í lögum um almannatryggingar er kveðið á um skilyrði þess að fá greiddan hálfan lífeyri frá Tryggingastofnun. Athuga þarf að skilyrði fyrir hálfum lífeyri hjá Tryggingastofnun geta breyst ef breytingar verða á lögum eða öðrum gildandi reglum sem varða lífeyrisgreiðslur stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar um töku hálfs lífeyris á vef Tryggingastofnunar.