Sjóðir LSR og LH

LSR er stéttarfélagstengdur lífeyrissjóður sem tryggir sjóðfélögum sínum víðtæk réttindi við starfslok, örorku og fráfall. LSR annast einnig umsýslu fyrir LH og ESÚÍ.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins - LSR

  • A-deild var stofnuð í ársbyrjun 1997 og tekur á móti nýjum sjóðfélögum að uppfylltum aðildarskilyrðum.
  • B-deild er eldra réttindakerfi sjóðsins. B-deildinni var lokað fyrir nýjum sjóðfélögum á sama tíma og A-deildin tók til starfa.
  • Séreign LSR hefur verið starfrækt frá ársbyrjun 1999 og tekur hún við og ávaxtar viðbótarlífeyrissparnað sjóðfélaga.

Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga - LH

  • Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) er lífeyrissjóður fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga og var lokað eins og B-deildinni fyrir nýjum sjóðfélögum í árslok 1996. Þeir hjúkrunarfræðingar sem hófu greiðslur iðgjalda eftir 1996, greiða í A-deild LSR.

Nánar um iðgjaldaskil og skilagreinar


Kennitölur sjóða

Hver sjóður hjá LSR hefur eigin kennitölu og við skil á launamiðum til Ríkisskattstjóra er nauðsynlegt að þær séu rétt skráðar.

 Sjóðir Kennitala
A - deild 550197-3409
B - deild 430269-6669
LH 430269-4889
Séreign LSR 421198-2259