Fréttir og tilkynningar

Sjálfbærniskýrsla LSR fyrir 2024 gefin út
2. júlí 2025
LSR gefur nú út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu þar sem ítarlega er farið yfir starfsemi sjóðsins á sviði sjálfbærni á árinu 2024. Skýrslan tekur bæði til eignasafns sjóðsins og innri reksturs.

Þróun eftirmanns- og meðaltalsreglu frá 2006
24. júní 2025
Í B-deild LSR geta lífeyrisþegar valið hvort lífeyrisgreiðslur þeirra fylgi meðaltali opinberra starfsmanna eða launum eftirmanns í starfi. LSR hefur nú birt samanburð á þróun eftirlauna samkvæmt þessum tveimur reglum frá árinu 2006 til að hjálpa sjóðfélögum við valið.

Öflugri lífeyrisreiknivél
12. maí 2025
Lífeyrisreiknivél LSR fyrir A-deild hefur verið uppfærð þannig að nú geta sjóðfélagar reiknað áhrifin af því að taka hálf eftirlaun áður en full eftirlaunataka hefst. Eins geta sjóðfélagar séð þróun eftirlaunaréttinda þegar unnið er samhliða fullum eftirlaunagreiðslum.

Upptaka frá ársfundi LSR
6. maí 2025
Ársfundur LSR fór fram á Hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 6. maí 2025. Hér má finna upptöku frá fundinum.
Lykiltölur LSR
Hrein eign til greiðslu lífeyris
1.567
milljarðar kr. í árslok 2024
Útgreiddur lífeyrir
103,6
milljarðar kr. árið 2024
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
31.997
á árinu 2024
Meðalfjöldi lífeyrisþega
25.901
á árinu 2024