Fréttir og tilkynningar

4.4.2019 : Afkoma LSR á árinu 2018

Ávöxtun á verðbréfamörkuðum var sveiflukennd á árinu 2018. Talsverðar sveiflur voru á gengi innlendra og erlendra hlutabréfa og einnig á gengi íslensku krónunnar. Verðbréfamarkaðir lækkuðu skarpt í desember og hafði það eðlilega áhrif á ávöxtun LSR á árinu. Þær lækkanir sem urðu á mörkuðum í desember hafa komið til baka í upphafi ársins 2019 og gott betur.

Í þessu ljósi var afkoma ársins 2018 vel ásættanleg. Tekjur af fjárfestingum sjóðsins námu 46,1 milljarði króna. Nafnávöxtun LSR var 5,6% sem svarar til 2,1% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 4,7%. Heildareignir LSR voru 872,8 milljarðar króna í árslok 2018.

Lesa meira

Allar fréttir