Fréttir og tilkynningar

4.1.2017 : Breytingar á A-deild LSR

Fyrir jól samþykkti Alþingi breytingar á lögum um A-deild LSR. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní n.k. Eftir breytinguna ávinna sjóðfélagar sér réttindi í aldurstengdu réttindakerfi og lífeyristökualdur verður miðaður við 67 ára aldur.

Ekki verður gerð breyting á áunnum réttindum núverandi sjóðfélaga við upptöku á breyttu fyrirkomulagi, hvorki þeirra sem eru í starfi í dag, byrjaðir að taka lífeyri eða eiga eldri réttindi hjá sjóðnum. Þau réttindi verða áfram reiknuð í jafnri réttindaávinnslu og miðuð við 65 ára lífeyristökualdur. Með framlagi ríkisins í lífeyrisaukasjóð er núverandi sjóðfélögum jafnframt tryggð áfram óbreytt réttindaávinnsla og óbreyttur lífeyristökualdur.

Lesa meira

Allar fréttir