Samanburður lána

Hér má finna samanburð á mismunandi lánum og tegund afborgana.

Samanburður mismunandi tegunda lána

Tegund láns 

Mánaðarleg afborgun í upphafi

Eignamyndun

Breytingar á greiðslubyrði 

Verðtryggt lán -  Fastir vextir
Lægri - verðtryggðir vextir eru alltaf lægri en óverðtryggðir Hægari - verðbólga leggst við höfuðstól Minnstar - verðbólga veldur smám saman aukningu
Verðtryggt lán - Breytilegir vextir* Lægri - verðtryggðir vextir eru alltaf lægri en óverðtryggðir Hægari - verðbólga leggst við höfuðstól Miðlungs - auk verðbólgu geta vextir breyst
Óverðtryggt lán - Breytilegir vextir* Hærri -óverðtryggðir vextir eru alltaf hærri en verðtryggðir  Hraðari - höfuðstóll óháður verðbólgu  Mestar - óverðtryggðir vextir breytast meira en verðtryggðir

 *Breytilegir vextir verðtryggðra og óverðtryggðra lána eru fastir í 36 mánuði í senn en eru þá endurskoðaðir samkvæmt ákvörðun LSR. Gildandi vextir hverju sinni eru birtir á vef LSR.

Samanburður á tegund afborgana

Tegund afborgana

Lýsing 

Mánaðarleg afborgun í upphafi 

Eignamyndun 

 Jafnar greiðslur (annuity) Greiðsla af láni er jöfn út lánstímann.* Hlutfall greiðslu sem fer upp í höfuðstól vex með tímanum í samræmi við lækkandi vaxtagreiðslur Lægri  Hægari
Jafnar afborganir Greiðsla af láni fer lækkandi út lánstímann.* Sama upphæð fer alltaf upp í höfuðstól en vaxtagreiðsla minnkar með lækkandi höfuðstól  Hærri  Hraðari

*Athugið þó að ef lán er verðtryggt þá breytast greiðslur í takt við verðbólgu.