Skilyrði til töku eftirlauna er að sjóðfélagi hafi látið af starfi sem veitir rétt til aðildar að sjóðnum.
Almennur eftirlaunaaldur í B-deild LSR er næsta mánuð eftir 65 ára aldur.
Þeir sem ná 95 reglu geta valið að hefja töku eftirlauna í beinu framhaldi af starfi fyrir 65 ára aldur, þó ekki fyrr en næstu mánaðamót eftir að 60 ára aldri er náð.
Fjárhæð eftirlauna reiknast sem hlutfall áunninna réttinda af viðmiðunarlaunum.
Eftirlaun reiknast einnig af vaktaálagi greiddu af reglubundnum vöktum, orlofsuppbót og persónuuppbót.
Eftirlaun eru almennt reiknuð af fullum dagvinnulaunum við starfslok á því starfi sem veitti aðild að B-deild.