Séreign inn á lán

Varðandi aðgerðir ríkisstjórnar um heimild til ráðstöfunar á séreignarsparnaði skattfrjálst inn á lán.

Alþingi hefur samþykkt breytingar á þessu úrræði sem ganga í gildi 1.7.2017. Breytingarnar framlengja m.a. núverandi úrræði um 2 ár og bæta við nýju úrræði fyrir kaupendur á fyrstu fasteign sinni. Breytingarnar hafa ekki enn verið útfærðar og munum við upplýsa um þær þegar þar að kemur.

Skattfrjáls séreign inn á lán

Hægt er að sækja um að greiða séreign inn á lán vegna íbúðarkaupa inn á leidretting.is alveg til loka úrræðisins. 

Athugið að gera þarf séreignarsamning og byrja að greiða séreign sem fyrst til að hægt sé að nota séreignina síðar í tengslum við fasteignakaup. Ekki er hægt að greiða séreign afturvirkt af launum.

Sérstaða LSR miðað við aðra umsýsluaðila er að hjá Séreign LSR eru engar þóknanir teknar eða umsýslugjöld. Eignastýring LSR sér um ávöxtun eigna samhliða öðrum eignum LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Varfærni og reynsla einkennir eignastýringu fjárfestingarleiða Séreignar LSR.

Einfalt er að gera samning við Séreign LSR og hér má finna umsókn.

Varðandi sjálfar greiðslurnar inn á lán viljum við benda á eftirfarandi:

  • Séreignarsjóðir reyna eftir fremsta megni að greiða inn á lánið á þeim tíma sem að greiðslan getur farið öll inn á höfuðstól.
  • Greiðslugluggi er það tímabil innan mánaðar sem greiðsla getur farið að sem mestu leyti inn á höfuðstól lánsins. Upphafsdagur greiðsluglugga og lokadagur er ákvarðaður af lánastofnun og fylgir gjald- og eindaga lánsins, því getur tímabilið sem þeir spanna verið mislangt milli lánastofnana. Lífeyrissjóðir skila greiðslum innan þessa tíma.
  • Ef lán er greiðslujafnað þá greiðist séreign fyrst inn á greiðslujöfnunarreikning lánsins, en hann er hluti af höfuðstól lánsins. Vegna þess að ekki er greitt af stöðunni á greiðslujöfnunarreikningnum fyrr en síðar þá kemur lækkunin á greiðslubyrði ekki fram strax þótt að höfuðstóll lánsins lækki.

LSR hvetur sjóðfélaga til að leita frekari upplýsinga á vef ríkisskattstjóra, leidretting.is.