Starf samhliða lífeyristöku
í A-deild LSR er hægt að starfa áfram meðfram töku lífeyris
Í A-deild LSR er ekki
skilyrði til töku lífeyris að láta af störfum heldur getur sjóðfélagi starfað í
allt að 100% starfshlutfalli meðfram lífeyristöku og greitt iðgjöld af því
starfi til 70 ára aldurs.
Ef sjóðfélagi heldur áfram í starfi
eftir að lífeyristaka hefst eru réttindi sem ávinnast af starfi meðfram
lífeyristöku ekki endurreiknuð fyrr en 70 ára aldri er náð.
Ef sjóðfélagi heldur áfram í starfi eftir að taka á hálfum lífeyri hefst eru réttindi sem ávinnast af starfi meðfram töku á hálfum lífeyri endurreiknuð þegar sótt er um fullan lífeyri. Hægt er að fresta töku á fullum lífeyri til 80 ára aldurs.
- Í aldurstengdri réttindaávinnslu reiknast réttindi meðfram starfi samkvæmt réttindatöflu.
- Í jafnri réttindaávinnslu eru réttindi sem ávinnast af starfi meðfram lífeyristöku helmingi verðminni. Réttindi
sem ávinnast af starfi meðfram töku á hálfum lífeyrir skerðast hinsvegar ekki.