Um ávinnslu réttinda og iðgjaldaskil

Hér færð þú allar upplýsingar um ávinnslu réttinda

Samkvæmt lögum er skylt að greiða iðgjald af launatekjum í lífeyrissjóð. Ríkisstarfsmenn og aðrir, sem aðild eiga að LSR, greiða ýmist í A-deild, B-deild eða LH - Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.

Í ársbyrjun 1997 tóku gildi breytingar á lögum LSR og var sjóðnum skipt í tvær deildir, A-deild og B-deild. Lögum um LH var einnig breytt og sjóðnum lokað.

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um A-deild LSR. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní 2017 með aldurstengdri réttindaávinnslu og 67 ára lífeyristökualdri.

A-deild LSR

var stofnuð við breytingarnar 1997. Þangað greiða nýir sjóðfélagar, 16 ára og eldri, sem taka laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna og starfa hjá ríki, sveitarfélögum, hjá skyldum eða sambærilegum launagreiðendum. A-deildin er stigasjóður sem byggir á fullri sjóðsöfnun.

B-deild LSR

er eldra réttindakerfi LSR og var lokað fyrir nýjum sjóðfélögum í árslok 1996. Sjóðfélagar sem greiddu til B-deildar í árslok 1996 áttu áfram rétt til aðildar. Þeir, sem kusu að flytja sig yfir í A-deild, eiga áfram geymd réttindi í B-deild. B-deild er að mestu gegnumstreymissjóður en byggir að hluta til á sjóðsöfnun.


LH - Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðing sameinast B-deild LSR 1.1.2018

LH er lífeyrissjóður fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga. Sjóðurinn var stofnaður árið 1944 og honum var lokað eins og B-deild fyrir nýjum sjóðfélögum í árslok 1996. LH mun sameinast B-deild LSR þann 1.1.2018. Réttindi sjóðfélaga sem eru hjá LH verða flutt yfir í B-deild LSR og réttindakerfi sjóðanna samræmt.