Aðild að Séreign LSR

Mótframlag launagreiðanda, ásamt skattfrestun við innborgun, gerir það að verkum að enginn annar sparnaður stenst samanburð við séreignarsparnað.

Rétt til aðildar að Séreign LSR hafa þeir sem greiða eða hafa greitt iðgjald til einhvers eftirtalinna sjóða:

  • A-deild LSR
  • B-deild LSR
  • Lífeyrissjóðs alþingismanna
  • Lífeyrissjóðs ráðherra

Sama gildir um þá sem einhvern tíma hafa greitt í ofangreinda sjóði og alla þá sem átt gætu rétt til aðildar skv. 3. gr. laga um LSR svo sem félagsmenn aðildarfélaga BSRB, BHM, KÍ og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Reglurnar eru býsna rúmar og geta tekið til allra á launakjörum opinberra starfsmanna sem og starfsmanna ýmissa sjálfseignarstofnana, sveitarfélaga og menningar- og uppeldisstofnana.

Rétt er að leita upplýsinga hjá starfsmönnum sjóðsins ef vafi leikur á rétti til aðildar að Séreign LSR.

Til þess að fá hámarksmótframlag frá launagreiðanda borgar sig að gera samning strax.

Fljótlegt er að skila inn umsókn um séreignarsparnað. Skrifa þarf undir umsóknina með rafrænum skilríkjum í síma.

Flýtileiðir