Eignasamsetning

Verðbréfaeign LSR

A-deild LSR er stærst deilda innan LSR og nam verðbréfaeign hennar 859,2 milljörðum króna í árslok 2020. Verðbréfaeign B-deildar nam 285,5 milljörðum króna og verðbréfaeign Séreignar var 22,1 milljarðar króna í lok árs.

Hér má sjá niðurbrot eigna niður á deildir og einstaka flokka verðbréfa í safni LSR. Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Verðbréfaeign 2020 A-deild  B-deild  Séreign  Samtals 
Skuldabréf með ríkisábyrgð  167.932 59.698 684 228.314
Fasteignaveðtryggð skuldabréf  104.631 26.016 0 130.647
Skuldabréf með ábyrgð sveitarfélaga  23.156 6.388 226 29.770
Innlán  31.082 15.577 9.474 56.133
Sértryggð skuldabréf  33.073 6.516 172 39.762
Skuldabréf lánastofnana og vátryggingafélaga  3.260 3.308 0 6.568
Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða   246.658 91.264 7.543 345.464
Skuldabréf fyrirtækja  46.138 18.628 0 64.766
Skuldabréf sjóða um sameiginlega fjárfestingu  12.397 1.319 0  13.716
Hlutabréf  127.618 44.019 1.942 173.579 
Hlutdeildarskírteini sjóða um sameiginlega fjárfestingu  62.938 12.710 2.010 77.658
Fasteignir  0 0  0 0
Afleiður  270 79 5 355
Verðbréfaeign alls  859.153   285.522  22.056 1.166.731