Eignasamsetning

Verðbréfaeign LSR og LH

A-deild LSR er stærst deilda innan LSR og nam verðbréfaeign hennar rúmum 493,2 milljörðum kr. í árslok 2016. Verðbréfaeign B-deildar nam 208,6 milljörðum kr. og verðbréfaeign Séreignar var tæpir 14,0 milljarðar kr. í lok árs. Eignir lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga í verðbréfum námu tæpum 26,4 milljörðum kr. í lok árs.

Hér má sjá niðurbrot eigna niður á deildir og einstaka flokka verðbréfa í safni LSR og LH.

Verdbrefaeign2016

Verdbrefaeign2016kaka

Eigna- og áhættudreifing

Mikil eigna- og áhættudreifing er í eignasafni LSR og LH. Eignir LSR og LH skiptast niður á fjölmarga eignaflokka, þar sem skuldabréf með ábyrgð ríkisins eru stærsti einstaki eignaflokkurinn. Skuldabréf telja um 56,2% af verðbréfasafni LSR og má sjá skiptingu þeirra hér að neðan.

SundurlidunSkuldabrefa2016

Mikil dreifing er í erlendu eignasafni LSR og LH. Erlendar eignir eru ríflega þriðjungur af eignasafni sjóðanna, dreifast á öll landssvæði heimsins og er skiptingin eftirfarandi: 53% erlendra eigna er fjárfest í N-Ameríku, 25% í Evrópu, 10% í Kyrrahafslöndum og 12% í þróunarmörkuðum heimsins.

Throunarmarkadir2016

Auk þess að dreifa eignum á ólík landssvæði þá dreifist innlent og erlent verðbréfasafn m.a. á ólíkar atvinnugreinar og ólíka fjárfestingarstíla, s.s. virðisfjárfestingar, vaxtafjárfestingar og vísitölufjárfestingar.

Þróun verðbréfaeignar

Eignasamsetning LSR og LH hefur tekið töluverðum breytingum undanfarin ár. Á meðfylgjandi mynd má sjá verðbréfaeign sjóðanna frá árinu 2007 til ársloka 2016

Verdbrefaeign2016Sulurit