Eignasamsetning

Verðbréfaeign LSR og LH

A-deild LSR er stærst deilda innan LSR og nam verðbréfaeign hennar rúmum 550,0 milljörðum kr. í árslok 2017. Verðbréfaeign B-deildar nam 229,3 milljörðum kr. og verðbréfaeign Séreignar var tæpir 15,5 milljarðar kr. í lok árs. Eignir lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga í verðbréfum námu rúmum 26,8 milljörðum kr. í lok árs.

Hér má sjá niðurbrot eigna niður á deildir og einstaka flokka verðbréfa í safni LSR og LH.

Verðbréfaeign 2017

Verðbréfaeign 2017 kaka

Eigna- og áhættudreifing

Mikil eigna- og áhættudreifing er í eignasafni LSR og LH. Eignir LSR og LH skiptast niður á fjölmarga eignaflokka, þar sem skuldabréf með ábyrgð ríkisins eru stærsti einstaki eignaflokkurinn. Skuldabréf telja um 56,3 af verðbréfasafni LSR og má sjá skiptingu þeirra hér að neðan.

Sundurliðun skuldabréfa 2017


Þróun verðbréfaeignar

Eignasamsetning LSR og LH hefur tekið töluverðum breytingum undanfarin ár. Á meðfylgjandi mynd má sjá verðbréfaeign sjóðanna frá árinu 2008 til ársloka 2017.

Þróun verðbréfaeignar