25.06.2021 : Hægt að greiða séreign áfram inn á lán

Heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán hefur verið framlengd til júní 2023. Þau sem hafa greitt séreign inn á lán þurfa hins vegar að sækja sérstaklega um að halda þeirri ráðstöfun áfram.

Lesa meira

22.06.2021 : Sterkari staða lífeyrissjóðanna

Nýleg úttekt Seðlabankans um lífeyrissjóðina sýnir að staða þeirra styrktist enn frekar á síðasta ári og nam lífeyrissparnaður landsmanna 206% af landsframleiðslu í árslok. Einnig kemur fram að séreignarsparnaður lífeyrissjóðanna er ákjósanlegur kostur í samanburði við séreignarsparnað annarra vörsluaðila vegna lágra fjárfestingargjalda og góðrar ávöxtunar.

Lesa meira

10.06.2021 : Árleg útsending sjóðfélagayfirlita vegna ársins 2020

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir sem greiða í sjóði LSR sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjöld greidd á árinu 2020. 

Lesa meira

02.06.2021 : Þarftu að breyta staðgreiðslu skatta af lífeyrisgreiðslum?

Nú þegar ríkisskattstjóri hefur birt álagningu opinberra gjalda sjá margir lífeyrisþegar að skráning þeirra á staðgreiðslu skatta af lífeyrisgreiðslum hjá LSR sé ekki eins og best verður á kosið. Einfalt er að óska eftir breytingum á staðgreiðsluskilum skatta hjá LSR á Mínum síðum hér á lsr.is.

Lesa meira