13.09.2022 : Engar skerðingar vegna greiðslna úr Séreign LSR

Vegna umræðu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem taka munu gildi um næstu áramót er rétt að taka fram að þessar lagabreytingar hafa engin áhrif á Séreign LSR. Greiðslur úr Séreign LSR munu eftir sem áður ekki leiða til skerðinga á greiðslum Tryggingastofnunar.

Lesa meira

06.09.2022 : Halla Kristjánsdóttir ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR

Halla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR. Halla hefur yfirgripsmikla þekkingu af starfsemi LSR, en hún hóf störf á eignastýringarsviði sjóðsins árið 2006 og hefur síðan þá sinnt ýmsum störfum innan LSR.

Lesa meira

01.09.2022 : Vextir óverðtryggðra lána hækka í 7,55%

Vextir óverðtryggðra lána LSR hækka úr 6,95% í 7,55% frá og með deginum í dag, fimmtudeginum 1. september 2022. Vextir verðtryggðra lána breytast ekki.

Lesa meira

24.06.2022 : Vaxtabreytingar hjá LSR

Frá og með 24. júní munu vextir lána hjá LSR breytast þannig að verðtryggðir fastir vextir lækka um 0,1 prósentustig, en óverðtryggðir vextir hækka um 0,65 prósentustig. Aðrir vextir eru óbreyttir.

Lesa meira