16.05.2019 : Ársfundur LSR

Ársskýrsla 2018 mynd af forsíðuÁrsfundur LSR verður haldinn fimmtudaginn 23. maí 2019, kl. 15, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

13.05.2019 : Árleg útsending sjóðfélagayfirlita vegna ársins 2018

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjöld greidd á árinu 2018.

Lesa meira

02.05.2019 : Sjóðfélagavefur verður Mínar síður

Minar-sidur_1556796618524Innskráningarvefur sjóðfélaga og lántaka á vef LSR mun framvegis vera kallaður Mínar síður. Þar geta sjóðfélagar og þeir sem eru með lán frá lífeyrissjóðnum nálgast allar upplýsingar um réttindi sín og lánamál. Í upphafi árs bættust við rafrænar umsóknir um eftirlaun og val á reglum ásamt því að nýr lánahluti var tekinn í notkun. Nú er því hægt að greiða inn á lán og greiða upp lán með öruggari og einfaldari hætti fyrir lántaka.

Lesa meira

04.04.2019 : Afkoma LSR á árinu 2018

Ávöxtun á verðbréfamörkuðum var sveiflukennd á árinu 2018. Talsverðar sveiflur voru á gengi innlendra og erlendra hlutabréfa og einnig á gengi íslensku krónunnar. Verðbréfamarkaðir lækkuðu skarpt í desember og hafði það eðlilega áhrif á ávöxtun LSR á árinu. Þær lækkanir sem urðu á mörkuðum í desember hafa komið til baka í upphafi ársins 2019 og gott betur.

Í þessu ljósi var afkoma ársins 2018 vel ásættanleg. Tekjur af fjárfestingum sjóðsins námu 46,1 milljarði króna. Nafnávöxtun LSR var 5,6% sem svarar til 2,1% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 4,7%. Heildareignir LSR voru 872,8 milljarðar króna í árslok 2018.

Lesa meira