13.09.2018 : Heimild til töku hálfs lífeyris og möguleiki á frestun töku lífeyris til allt að 80 ára aldurs í A-deild LSR

Þann 1. september sl. tóku gildi breytingar á samþykktum LSR er varða A-deild sjóðsins. Geta sjóðfélagar nú tekið hálfan lífeyri frá og með þeim tíma.

Lesa meira

20.07.2018 : Nýtt útlit réttindahluta á sjóðfélagavef LSR

Útliti réttindahluta á sjóðfélagavef LSR hefur nú verið breytt. Áfram er hægt að sækja upplýsingar um lífeyrisréttindi, greidd iðgjöld, áætlaðan lífeyri og launaseðla. Útliti á Lífeyrisgáttinni hefur einnig verið breytt og má þar áfram sjá lífeyrisréttindi og upphæðir í þeim samtryggingarsjóðum sem greitt hefur verið í yfir starfsævina.

Lesa meira

30.05.2018 : Starfsemi í lágmarki föstudaginn 1. júní 2018 vegna starfsdags

Vegna starfsdags föstudaginn 1. júní 2018 verður starfsemi LSR í lágmarki frá kl. 12:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og bendum á að upplýsingar, eyðublöð og fleira má finna hér á vef LSR.

Senda má fyrirspurnir á netfangið lsr@lsr.is. Fyrirspurnum og skilaboðum verður svarað strax eftir helgina.

Lesa meira

24.05.2018 : Kynningar- og fræðslufundir um lífeyrismál fyrir virka sjóðfélaga

Auglýsing um kynningarfundiÁrlega heldur LSR kynningarfundi fyrir virka sjóðfélaga A- og B-deild LSR í húsnæði LSR að Engjateigi 11.

Tilgangur fundanna er að fræðast um lífeyrismál; um uppbyggingu réttindakerfisins, iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.

Lesa meira