23.05.2018 : Ársfundur LSR og LH

Ársskýrsla 2017Ársfundur LSR og LH verður haldinn í dag miðvikudaginn 23. maí kl. 15 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslum stjórna LSR og LH, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt, skuldbindingum launagreiðenda, fjárfestingarstefnu og breytingum á samþykktum.

Lesa meira

15.05.2018 : Útsendingar á yfirlitum til sjóðfélaga

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur ársins 2017. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira

27.04.2018 : Afkoma LSR á árinu 2017

Afkoma LSR var góð á árinu 2017 en tekjur af fjárfestingum sjóðsins námu 55,4 milljörðum króna. Nafnávöxtun LSR var 7,6% sem svarar til 5,6% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5,6%. Heildareignir LSR voru 799 milljarðar króna í árslok 2017.

Lesa meira

05.04.2018 : Kynningar- og samráðsfundur fyrir sjóðfélaga á lífeyri 24. apríl 2018

LSR heldur kynningar- og samráðsfundi fyrir sjóðfélaga á lífeyri og maka þeirra á ári hverju.
Fundur ársins 2018 verður haldinn 24. apríl n.k. kl. 14:00 á hótel Hilton Reykjavík Nordica og er opinn öllum sjóðfélögum á lífeyri.

Lesa meira