17.07.2019 : Rafrænar umsóknir með einföldum hætti

Á Mínum síðum á vef LSR hafa nú bæst í hópinn sjö nýjar umsóknir og eyðublöð til viðbótar við umsókn um eftirlaun og val á reglum sem fyrir voru. Nú er því hægt að skila inn öllum umsóknum og eyðublöðum í A-deild, B-deild og Séreign LSR á rafrænan hátt. Lesa meira

02.07.2019 : Skattfrjáls séreign inn á lán – úrræði framlengt til 2021

Allt frá 1. júlí 2014 hefur þeim sem greiða í séreignarsjóð staðið til boða að nýta séreignarsparnað til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða að ráðstafa greiðslum sínum beint inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Úrræðið sem gilti áður til 30.06.2019 hefur nú verið framlengt til júníloka 2021. Lesa meira

21.06.2019 : Stefna LSR um ábyrgar fjárfestingar

Stjórn LSR hefur samþykkt stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Með ábyrgum fjárfestingum er átt við að litið sé til umhverfislegra þátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta við mat, ákvörðun og eftirfylgni fjárfestinga LSR. Jafnframt hefur stjórn LSR samþykkt uppfærða hluthafastefnu sjóðsins.

Lesa meira

06.06.2019 : Harpa Jónsdóttir ráðin framkvæmdastjóri LSR

Harpa JónsdóttirHarpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri LSR – Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta og elsta lífeyrissjóðs landsins. Hún tekur síðsumars við af Hauki Hafsteinssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri sjóðsins frá 1985 eða í 34 ár samfleytt.

Lesa meira