18.10.2021 : LSR hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

LSR er í hópi þeirra sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2021, en alls fá 53 fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir viðurkenninguna í ár. Viðurkenningin er veitt þeim þátttakendum í verkefninu sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar.

Lesa meira

30.09.2021 : Veruleg stytting á afgreiðslutíma lána

Innleiðing rafrænna lausna og tenging við sjálfvirkt greiðslumat hefur m.a. leitt til þess að afgreiðslutími lána hefur styst umtalsvert hjá LSR. Nú eru lánsumsóknir afgreiddar innan við 5 virka daga og ef öll gögn liggja fyrir þegar umsóknir berast er í mörgum tilvikum hægt að afgreiða þær ýmist samdægurs eða deginum eftir móttöku.

Lesa meira

24.09.2021 : Góð ávöxtun í alþjóðlegum samanburði

Reglulega kemur upp umræða um hvernig íslenskum lífeyrissjóðum gengur að ávaxta fjármuni sjóðfélaga. Í ársskýrslu LSR fyrir árið 2020 má sjá að ávöxtun sjóðsins á erlendum verðbréfamörkuðum var nokkuð umfram meðalávöxtun.

Lesa meira

16.09.2021 : LSR fær jafnlaunavottun

LSR fékk í vikunni jafnlaunavottun til marks um að nýinnleitt jafnlaunakerfi sjóðsins og starfsemi hans séu í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. 

Lesa meira