13.11.2019 : 100 ára afmæli LSR 28. nóvember 2019

LSR 100 áraÍ tilefni aldarafmælis LSR verður haldinn opinn morgunverðarfundur á Hilton Reykjavik Nordica á afmælisdegi LSR þann 28. nóvember næstkomandi. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 08:00, dagskrá hefst kl. 08:15 og lýkur kl. 10:00.

Lesa meira

06.11.2019 : LSR hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Hulda Jakobsdóttir Eliza Reid og Harpa JónsdóttirLSR hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, ásamt 15 öðrum fyrirtækjum og 2 sveitarfélögum. Viðurkenning jafnvægisvogarinnar var veitt í fyrsta sinn núna en í fyrra skrifuðu rúmlega 50 fyrirtæki undir viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi innan sinna vébanda og vinna að markmiðum jafnvægisvogar FKA næstu 5 árin.

Lesa meira

18.10.2019 : Starfsemi í lágmarki föstudaginn 18. október 2019 vegna starfsdags

Vegna starfsdags föstudaginn 18. október 2019 verður starfsemi LSR í lágmarki frá kl. 12:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og bendum á að upplýsingar, eyðublöð og fleira má finna hér á vef LSR sem og á Mínum síðum.

Senda má fyrirspurnir á netfangið lsr@lsr.is. Fyrirspurnum og skilaboðum verður svarað strax eftir helgina.

Lesa meira

11.10.2019 : Útsending sjóðfélagayfirlita fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2019

Útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2019. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira