01.02.2018 : Breyting á póstdreifingarfyrirkomulagi

Íslandspóstur hefur nú breytt dreifingarfyrirkomulagi á bréfpósti í þéttbýli en í því felst að dreifingardögum bréfapósts fækkar. Þetta mun hafa áhrif á það hvenær útsendur póstur frá LSR berst til viðtakanda.

LSR hvetur sjóðfélaga til að sækja upplýsingar um lán og lífeyrisréttindi með rafrænum hætti á sjóðfélagavef LSR og launagreiðendur til að nýta nýjan launagreiðendavef LSR.

Lesa meira

18.01.2018 : Upplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala

LSR hefur nú lokið skilum á lífeyrismiðum til RSK. Skil á lífeyrismiðum nær til allra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2017 úr A- og B-deild LSR, Séreign LSR, LH og ESÚÍ – Eftirlaunasjóði starfsmanna Útvegsbanka Íslands. 

Lesa meira

09.01.2018 : Ríkissjóður greiðir 19 milljarða króna inn á skuldbindingar gagnvart B-deild LSR

Í gær var staðfest samkomulag milli Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og LSR um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna. Eignirnar voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Þær eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Kemur þessi innborgun sem viðbót við 5 milljarða króna innborgun frá ríkinu inn á skuldbindingar gagnvart B-deild sjóðsins á árinu 2017.

Lesa meira

02.01.2018 : Undirbúningur hafinn vegna greiðslu hálfs lífeyris

Von er á reglugerð frá félags- og jafnréttismálaráðherra um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar sem á sér stoð í breyttum lögum um almannatryggingar nr. 100/2017. Þar er kveðið á um heimild til greiðslu hálfs ellilífeyris til handa þeim sem náð hafa 65 ára aldri og eiga rétt á ellilífeyri úr skyldubundnum lífeyrissjóðum.

Lesa meira