05.11.2018 : Ernst & Young tekur við endurskoðun á ársreikningi LSR

Síðastliðinn föstudag var undirritaður samningur um að Ernst & Young annist endurskoðun á ársreikningi LSR. Hjá Ernst & Young starfar fjöldi reynslumikilla endurskoðenda og sérfræðinga, sem m.a. hafa komið að endurskoðun hjá lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og stéttarfélögum.

Lesa meira

23.10.2018 : Tilkynning um hækkun sérstaks iðgjalds frá og með 1. janúar 2019

Sérstakt iðgjald er greitt í A-deild af launagreiðendum sem ekki eru einkanlega fjármagnaðir með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum eða framlögum til þess að starfsmenn þeirra haldi jafnri ávinnslu réttinda og 65 ára lífeyristökualdri. Frá og með 1. janúar 2019 hækkar sérstaka iðgjaldið úr 5,85% í 5,91%. Samtals verður þá iðgjald launagreiðanda 17,41%.

Lesa meira

18.10.2018 : Útsending sjóðfélagayfirlita fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2018

Útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur á fyrri hluta ársins 2018.

Lesa meira

13.09.2018 : Heimild til töku hálfs lífeyris og möguleiki á frestun töku lífeyris til allt að 80 ára aldurs í A-deild LSR

Þann 1. september sl. tóku gildi breytingar á samþykktum LSR er varða A-deild sjóðsins. Geta sjóðfélagar nú tekið hálfan lífeyri frá og með þeim tíma.

Lesa meira