10.05.2021 : Afgreiðsla LSR opnuð á ný | Offices reopen

Vegna tilslakana í sóttvörnum hefur afgreiðsla LSR að Engjateigi 11 verið opnuð á ný. Frá mánudeginum 17. maí mun opnunartíminn jafnframt lengjast og verður opið frá kl. 9:00 til 15:00 mánudaga til fimmtudaga og 9:00 til 14:00 á föstudögum. Áfram verður grímuskylda í afgreiðslunni. Information in English below.

Lesa meira

10.05.2021 : Ársfundur LSR haldinn 25. maí

Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 þriðjudaginn 25. maí 2021 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

15.04.2021 : 10,9% hrein raunávöxtun hjá LSR á árinu 2020

Afkoma LSR á árinu 2020 var afar góð þrátt fyrir krefjandi aðstæður, en nafnávöxtun sjóðsins var 14,9% og hrein raunávöxtun 10,9%. Heildareignir LSR voru um 1.168 milljarðar króna í árslok og voru hreinar fjárfestingartekjur um 152 milljarðar króna á árinu.

Lesa meira

24.03.2021 : Tilkynning um lokun afgreiðslu | Closing of offices

Please find information in English below.

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða verður afgreiðsla LSR lokuð frá og með fimmtudeginum 25. mars. Starfsfólk mun áfram sinna verkefnum og þjónustu við sjóðfélaga en gera má ráð fyrir því að afgreiðsla mála kunni að lengjast lítillega. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Lesa meira