19.06.2017 : Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga sameinast B-deild LSR þann 1. janúar 2018

Alþingi hefur nýverið samþykkt lög þess efnis að Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) mun sameinast B-deild LSR þann 1. janúar 2018. Aðdragandi málsins er að í lok árs 2011 fól stjórn LH nefnd að gera úttekt á hagkvæmni þess að sameina LH og LSR. Tilefni þess var m.a. að sjóðfélögum LH hefur farið ört fækkandi á síðustu árum en virkir sjóðfélagar sjóðsins voru til að mynda einungis 265 á síðastliðnu ári.

Lesa meira

13.06.2017 : Nýjar samþykktir LSR frá 1. júní 2017

Nýjar samþykktir fyrir LSR tóku gildi þann 1. júní sl. Breytingarnar eru fyrst og fremst tilkomnar vegna breytinga á lögum um LSR, nr. 1/1997, sem samþykkt voru á Alþingi í desember sl. Með breytingunum voru lagaákvæði sem fjalla um A-deild LSR að meginstefnu til felld brott með gildistöku 1. júní 2017.

Lesa meira

12.06.2017 : Breytingar á lífeyriskerfinu þann 1. júlí 2017 fyrir fólk á almennum vinnumarkaði

Nokkrir lífeyrissjóðir á samningssviði Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa í hyggju að bjóða sjóðfélögum upp á þann kost að þeir geti ráðstafað iðgjaldi umfram 12%, að hluta eða öllu leyti, í bundinn séreignarsparnað í stað samtryggingar frá og með 1. júlí nk. Er þetta gert til að framfylgja ákvæði kjarasamnings ASÍ og SA frá 21. janúar 2016.

Þessar breytingar hafa ekki áhrif á iðgjaldagreiðslur og réttindi hjá LSR að svo stöddu.

Lesa meira

06.06.2017 : Breytilegir vextir sjóðfélagalána frá 1. júlí 2017

Breytilegir vextir sjóðfélagalána munu lækka í 3,11% frá og með 1. júlí næstkomandi. Breytilegir vextir sjóðfélagalána eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi. Frekari upplýsingar um vexti LSR lána má finna hér. Lesa meira