29.09.2017 : Yfirlitaútsendingar til sjóðfélaga í Séreign LSR

Árleg útsending yfirlita stendur yfir þessa dagana. Allir sjóðfélagar í Séreign LSR fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur fyrstu 6 mánuði ársins 2017. Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlitið og launaseðlana. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira

09.08.2017 : Góð ávöxtun af hlutabréfum í Högum

Gengi hlutabréfa í Högum hf. hefur lækkað á síðustu dögum í kjölfar aukinnar samkeppni á smásölumarkaði og afkomuviðvörunar frá félaginu. Hagar reka m.a. verslanirnar Bónus, Hagkaup og Útilíf. Í fjölmiðlum hefur verið fjallað um stóran eignarhlut lífeyrissjóða í félaginu og tjón þeirra vegna verðlækkunarinnar.

Af þessu tilefni telur LSR rétt að eftirfarandi komi fram. 

Lesa meira

07.07.2017 : Ráðstöfun á séreignarsparnaði skattfrjálst inn á lán

Þann 1. júlí s.l. tóku gildi lög nr. 111/2016 um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð ásamt því að framlengja núverandi úrræði um greiðslu séreignar skattfrjálst inn á fasteignalán.

Lesa meira

19.06.2017 : Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga sameinast B-deild LSR þann 1. janúar 2018

Alþingi hefur nýverið samþykkt lög þess efnis að Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) mun sameinast B-deild LSR þann 1. janúar 2018. Aðdragandi málsins er að í lok árs 2011 fól stjórn LH nefnd að gera úttekt á hagkvæmni þess að sameina LH og LSR. Tilefni þess var m.a. að sjóðfélögum LH hefur farið ört fækkandi á síðustu árum en virkir sjóðfélagar sjóðsins voru til að mynda einungis 265 á síðastliðnu ári.

Lesa meira