02.04.2020 : Sjálfvirkt greiðslumat LSR í samstarfi við Creditinfo

LSR hefur tekið í notkun sjálfvirkt greiðslumat í samstarfi við Creditinfo. Niðurstöður greiðslumatsins eru reiknaðar út á sjálfvirkan hátt og byggjast á þeim upplýsingum sem sóttar eru samkvæmt umboði sem lánsumsækjandi veitir. Greiðslumatið er einfalt í notkun og tekur stuttan tíma.

Lesa meira

31.03.2020 : Sérstök heimild til úttektar á séreignarsparnaði frá og með 1. apríl 2020

Alþingi hefur samþykkt lög þar sem kveðið er á um tímabundna heimild til úttektar séreignarsparnaðar vegna COVID-19.

Lesa meira

30.03.2020 : Vegna endurmats á örorku

Félag íslenskra heimilislækna áætlar að erfitt verði að afgreiða beiðnir um ný læknisvottorð næstu þrjá mánuði vegna álags hjá heilsugæslum landsins. LSR mun því fresta endurmati á örorku næstu 3 mánuði hjá lífeyrisþegum sem ekki geta útvegað nýtt læknisvottorð.

Lesa meira

26.03.2020 : Greiðslufrestur á sjóðfélagalánum

Lántökum hjá LSR býðst að fresta greiðslum á lánum sínum hjá LSR. Lántökum stendur til boða að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól, vöxtum og verðbótum og er greiðslubyrði þá felld niður að öllu leyti tímabundið. Einnig geta lántakar sótt um að fresta greiðslum á afborgunum af höfuðstól en greiða áfram vexti og verðbætur og er greiðslubyrði þá felld niður að hluta tímabundið.

Lesa meira