19.06.2020 : Starfsemi í lágmarki þriðjudaginn 23. júní 2020 vegna starfsdags

Vegna starfsdags þriðjudaginn 23. júní 2020 verður starfsemi LSR í lágmarki þann dag. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og bendum á að hægt er að nálgast flestar upplýsingar um lífeyrisréttindi og lán á Mínum síðum á vef LSR. Að auki er hægt að sækja um lífeyri og skila inn eyðublöðum þar í gegn með rafrænum skilríkjum í síma. Erindi og fyrirspurnir, lánaumsóknir og fylgigögn er hægt að senda með tölvupósti á netfangið lsr@lsr.is.

Lesa meira

15.06.2020 : Eignasöfn LSR á tímum Covid-19

Styrkleikar eignasafna LSR komu fljótt í ljós þegar áhrifa vegna Covid-19 faraldursins fór að gæta á verðbréfamörkuðum heimsins. Fjárfestingarstefnur deilda LSR leggja línurnar fyrir góða dreifingu eigna, bæði dreifingu á ólíka eignaflokka verðbréfa og innlenda og erlenda markaði sem dró verulega úr sveiflum á ávöxtun.

Lesa meira

05.06.2020 : Árleg útsending sjóðfélagayfirlita vegna ársins 2019

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjöld greidd á árinu 2019. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR. Mínar síður á vef LSR sýna upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og réttindi og þar má alltaf sjá nýjustu stöðu.

Lesa meira

04.06.2020 : Ársskýrsla LSR komin út - ársfundur LSR

Ársskýrsla LSR fyrir árið 2019 er komin út og er hún aðgengileg hér á vef LSR. Á ársfundi LSR sem haldinn verður í dag, fimmtudaginn 4. júní 2020 verður farið yfir efni úr skýrslum stjórnar LSR, ársreikningum, tryggingafræðilegum úttektum, skuldbindingum launagreiðenda og fjárfestingarstefnu.

Ársfundur LSR hefst kl. 15, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira