Vegna atburðanna í Grindavík – úrræði vegna sjóðfélagalána

14.11.2023

Vegna yfirstandandi atburða í Grindavík vill LSR vekja athygli sjóðfélaga sinna í Grindavík sem eru með lán hjá sjóðnum á að hægt er að sækja um greiðslufrest til allt að 12 mánaða.

Hvort tveggja er hægt að fresta gjalddaga að öllu leyti eða að hluta og greiða þá aðeins vexti og verðbætur. Einfalt og fljótlegt er að sækja um greiðslufrest með rafrænum hætti á mínum síðum. Þurfi lántakendur frekari aðstoð má hafa samband við lánasvið okkar í síma 510 6100 eða með tölvupósti á lan@lsr.is.