01.12.2021 : Breytingar á vöxtum lána hjá LSR

Frá og með 1. desember munu vextir lána hjá LSR breytast þannig að verðtryggðir fastir vextir lækka um 0,1 prósentustig, en óverðtryggðir vextir hækka um 0,1 prósentustig. Aðrir vextir eru óbreyttir.

Lesa meira

19.11.2021 : Öll eyðublöð LSR orðin rafræn

LSR hefur nú tekið í notkun ný rafræn eyðublöð í stað eyðublaða sem áður voru einungis í boði á PDF-formi. Nú er hægt að fylla öll eyðublöðin út hér á lsr.is, undirrita með rafrænum skilríkjum og senda inn.

Lesa meira

05.11.2021 : Vextir óverðtryggðra lána hækka í 4,6%

Vextir óverðtryggðra lána LSR munu hækka úr 4,5% í 4,6% frá og með mánudeginum 8. nóvember 2021. Vextir óverðtryggða sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.

Lesa meira

02.11.2021 : LSR tekur þátt í 580 milljarða fjárfestingu í umhverfisvænum verkefnum

LSR er einn þrettán íslenskra lífeyrissjóða sem ætla að fjárfesta fyrir 4,5 milljarða bandaríkjadala (um 580 milljarða króna) í verkefnum sem tengjast hreinni orku og öðrum umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.

Lesa meira

18.10.2021 : LSR hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

LSR er í hópi þeirra sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2021, en alls fá 53 fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir viðurkenninguna í ár. Viðurkenningin er veitt þeim þátttakendum í verkefninu sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar.

Lesa meira

30.09.2021 : Veruleg stytting á afgreiðslutíma lána

Innleiðing rafrænna lausna og tenging við sjálfvirkt greiðslumat hefur m.a. leitt til þess að afgreiðslutími lána hefur styst umtalsvert hjá LSR. Nú eru lánsumsóknir afgreiddar innan við 5 virka daga og ef öll gögn liggja fyrir þegar umsóknir berast er í mörgum tilvikum hægt að afgreiða þær ýmist samdægurs eða deginum eftir móttöku.

Lesa meira

24.09.2021 : Góð ávöxtun í alþjóðlegum samanburði

Reglulega kemur upp umræða um hvernig íslenskum lífeyrissjóðum gengur að ávaxta fjármuni sjóðfélaga. Í ársskýrslu LSR fyrir árið 2020 má sjá að ávöxtun sjóðsins á erlendum verðbréfamörkuðum var nokkuð umfram meðalávöxtun.

Lesa meira

16.09.2021 : LSR fær jafnlaunavottun

LSR fékk í vikunni jafnlaunavottun til marks um að nýinnleitt jafnlaunakerfi sjóðsins og starfsemi hans séu í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. 

Lesa meira

26.08.2021 : Skipting ellilífeyris milli hjóna

Reglulega skapast umræða um skiptingu ellilífeyris milli hjóna. Ýmsir kostir eru í stöðunni fyrir sjóðfélaga og getur það verið mjög mismunandi eftir aðstæðum hvaða leið hentar hverjum og einum. Hér er stutt yfirlit yfir þá kosti sem í boði eru.

Lesa meira

25.06.2021 : Hægt að greiða séreign áfram inn á lán

Heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán hefur verið framlengd til júní 2023. Þau sem hafa greitt séreign inn á lán þurfa hins vegar að sækja sérstaklega um að halda þeirri ráðstöfun áfram.

Lesa meira

22.06.2021 : Sterkari staða lífeyrissjóðanna

Nýleg úttekt Seðlabankans um lífeyrissjóðina sýnir að staða þeirra styrktist enn frekar á síðasta ári og nam lífeyrissparnaður landsmanna 206% af landsframleiðslu í árslok. Einnig kemur fram að séreignarsparnaður lífeyrissjóðanna er ákjósanlegur kostur í samanburði við séreignarsparnað annarra vörsluaðila vegna lágra fjárfestingargjalda og góðrar ávöxtunar.

Lesa meira

10.06.2021 : Árleg útsending sjóðfélagayfirlita vegna ársins 2020

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir sem greiða í sjóði LSR sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjöld greidd á árinu 2020. 

Lesa meira

02.06.2021 : Þarftu að breyta staðgreiðslu skatta af lífeyrisgreiðslum?

Nú þegar ríkisskattstjóri hefur birt álagningu opinberra gjalda sjá margir lífeyrisþegar að skráning þeirra á staðgreiðslu skatta af lífeyrisgreiðslum hjá LSR sé ekki eins og best verður á kosið. Einfalt er að óska eftir breytingum á staðgreiðsluskilum skatta hjá LSR á Mínum síðum hér á lsr.is.

Lesa meira

25.05.2021 : Ársskýrsla LSR 2020 komin út

Arsskyrsla-forsidaÁrsskýrsla LSR fyrir árið 2020 er nú komin út og er aðgengileg öllum hér á vefnum. Í ársskýrslunni er ítarlega farið yfir starfsemi sjóðsins á síðasta ári. 

Lesa meira

25.05.2021 : Upptaka frá ársfundi LSR 25. maí 2021

Ársfundur LSR var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica 25. maí 2021. Fundurinn var opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum, en einnig var bein útsending frá fundinum hér á lsr.is. Upptöku frá fundinum má sjá hér fyrir neðan - ath. að spóla þarf fram á 16. mínútu upptökunnar til að komast á upphaf fundarins.

Lesa meira

10.05.2021 : Afgreiðsla LSR opnuð á ný | Offices reopen

Vegna tilslakana í sóttvörnum hefur afgreiðsla LSR að Engjateigi 11 verið opnuð á ný. Frá mánudeginum 17. maí mun opnunartíminn jafnframt lengjast og verður opið frá kl. 9:00 til 15:00 mánudaga til fimmtudaga og 9:00 til 14:00 á föstudögum. Áfram verður grímuskylda í afgreiðslunni. Information in English below.

Lesa meira

10.05.2021 : Ársfundur LSR haldinn 25. maí

Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 þriðjudaginn 25. maí 2021 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

15.04.2021 : 10,9% hrein raunávöxtun hjá LSR á árinu 2020

Afkoma LSR á árinu 2020 var afar góð þrátt fyrir krefjandi aðstæður, en nafnávöxtun sjóðsins var 14,9% og hrein raunávöxtun 10,9%. Heildareignir LSR voru um 1.168 milljarðar króna í árslok og voru hreinar fjárfestingartekjur um 152 milljarðar króna á árinu.

Lesa meira

24.03.2021 : Tilkynning um lokun afgreiðslu | Closing of offices

Please find information in English below.

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða verður afgreiðsla LSR lokuð frá og með fimmtudeginum 25. mars. Starfsfólk mun áfram sinna verkefnum og þjónustu við sjóðfélaga en gera má ráð fyrir því að afgreiðsla mála kunni að lengjast lítillega. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Lesa meira

24.03.2021 : Leiðrétting á launavísitölu opinberra starfsmanna

Í gær gaf Hagstofa Íslands út nýja launavísitölu opinberra starfsmanna fyrir febrúarmánuð. Um leið var tilkynnt að gildi vísitölunnar fyrir janúar 2021, sem gefið var út þann 23. febrúar sl., hefði verið endurskoðað og leiðrétt.

Lesa meira

23.03.2021 : Hluti lífeyrisgreiðslna afgreiddur degi fyrr

Um næstu mánaðarmót (mars/apríl 2021) verður gerð sú breyting á lífeyrisgreiðslum LSR að þeir sjóðfélagar í A-deild sem fá eftirágreiddan lífeyri fá greitt út síðasta dag hvers mánaðar í stað fyrsta dags næsta mánaðar.

Lesa meira

02.02.2021 : Nýr opnunartími á föstudögum

Frá og með næsta föstudegi, 5. febrúar, mun opnunartími LSR breytast lítillega, því framvegis verður skrifstofa sjóðsins opin frá kl. 09:00 til 15:00 á föstudögum. Aðra daga vikunnar verður opnunartíminn áfram sá sami, 09:00 til 16:00.

Lesa meira

27.01.2021 : Ný þjónustunetföng LSR

Ný þjónustunetföng hafa nú verið tekin í notkun hjá LSR, annars vegar lan@lsr.is vegna lánamála og hins vegar lifeyrir@lsr.is vegna lífeyrismála. 

Lesa meira

19.01.2021 : Örugg innsending gagna á lsr.is

Nú geta þeir sem vilja senda LSR gögn með öruggum hætti gert það í gegnum nýja vefgátt fyrir innsendingu gagna á lsr.is. Nauðsynlegt er að nota rafræn skilríki til að skrá sig inn í vefgáttina.

Lesa meira