Ný þjónustunetföng LSR

27.01.2021

Ný þjónustunetföng hafa nú verið tekin í notkun hjá LSR, annars vegar vegna lánamála og hins vegar vegna lífeyrismála. Þetta er gert með það fyrir augum að auka skilvirkni og yfirsýn auk þess að gæta að persónuvernd og aðgreiningu verkefna.

Netföngin eru lifeyrir@lsr.is fyrir lífeyrismál og lan@lsr.is fyrir lánamál og biðjum við þá sem vilja hafa samband við okkur vegna lífeyrismála annars vegar og lánamála hins vegar að nýta sér það netfang sem á við. Þeir sem eru með almennar fyrirspurnir um LSR geta áfram nýtt almenna netfangið lsr@lsr.is.

Einnig er hægt að nýta síðuna Hafa samband hér á lsr.is til að senda okkur skilaboð í gegnum vefinn.