Fréttir
Jólakveðja og afgreiðslutími LSR yfir hátíðarnar
Við hjá LSR þökkum samskiptin á árinu og sendum kærar jóla- og áramótakveðjur með ósk um farsæld á komandi ári.
Hér má finna upplýsingar um afgreiðslutíma LSR yfir hátíðarnar.
Lesa meiraSkrifstofan lokar í dag kl. 14 vegna veðurs
Aftakaveðri er spáð þegar líða fer á daginn og því mun sjóðurinn loka skrifstofu sinni kl. 14 í dag, þriðjudaginn 10. desember 2019.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meiraMorgunverðarfundur í tilefni 100 ára afmælis LSR
Það hafa orðið stórfelldar breytingar á íslensku samfélagi síðustu 100 árin og er líklegt að alþjóðavæðingin muni knýja stærstu breytingar næstu 100 árin - við munum fara úr því að búa í landi yfir í að búa í heimi. Þetta er á meðal þess sem kom fram á þéttsetnum morgunverðarfundi LSR á Hilton Reykjavík Nordica í dag í tilefni af 100 ára afmæli sjóðsins. Þar fluttu erindi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Unnur Pétursdóttir formaður stjórnar LSR, Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri LSR, og Philip Ripman sjóðstjóri hjá Storebrand í Noregi. Undir lok þingsins var efnt til pallborðsumræðna.
Lesa meiraLSR 100 ára - skrifstofa sjóðsins opnar kl. 11:00
Vegna 100 ára afmælis LSR fimmtudaginn 28. nóvember opnar skrifstofa sjóðsins kl. 11:00.
Verið velkomin að fagna með okkur á morgunverðarfundi á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 8:00 - 10:00.
100 ára afmæli LSR 28. nóvember 2019
Í tilefni aldarafmælis LSR verður haldinn opinn morgunverðarfundur á Hilton Reykjavik Nordica á afmælisdegi LSR þann 28. nóvember næstkomandi. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 08:00, dagskrá hefst kl. 08:15 og lýkur kl. 10:00.
Lesa meiraLSR hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
LSR hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA, ásamt 15 öðrum fyrirtækjum og 2 sveitarfélögum. Viðurkenning jafnvægisvogarinnar var veitt í fyrsta sinn núna en í fyrra skrifuðu rúmlega 50 fyrirtæki undir viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafnvægi innan sinna vébanda og vinna að markmiðum jafnvægisvogar FKA næstu 5 árin.
Lesa meiraStarfsemi í lágmarki föstudaginn 18. október 2019 vegna starfsdags
Vegna starfsdags föstudaginn 18. október 2019 verður starfsemi LSR í lágmarki frá kl. 12:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og bendum á að upplýsingar, eyðublöð og fleira má finna hér á vef LSR sem og á Mínum síðum.
Senda má fyrirspurnir á netfangið lsr@lsr.is. Fyrirspurnum og skilaboðum verður svarað strax eftir helgina.
Útsending sjóðfélagayfirlita fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2019
Útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2019. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.
Lesa meiraStaðfesta þarf áframhaldandi þátttöku í ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán fyrir 30.09.2019
LSR vill minna á að umsóknarfrestur til að staðfesta áframhaldandi þátttöku í ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán er til og með 30. september nk. Þeir sjóðfélagar sem voru með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán fyrir 1. júlí sl. og kjósa að halda áfram að nýta sér hana þurfa að skrá sig inn á www.leidretting.is og staðfesta þar áframhaldandi þátttöku.
Lesa meiraStarfslokanámskeið fyrir kennara
LSR býður kennurum á starfslokanámskeið miðvikudaginn 18. september 2019. Á námskeiðunum verður farið yfir helstu mál er varða réttindi og eftirlaun. Boðið verður upp á námskeið fyrir sjóðfélaga í B-deild annars vegar og A-deild hins vegar.
Harpa Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri LSR
Rafrænar umsóknir með einföldum hætti
Skattfrjáls séreign inn á lán – úrræði framlengt til 2021
Stefna LSR um ábyrgar fjárfestingar
Stjórn LSR hefur samþykkt stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Með ábyrgum fjárfestingum er átt við að litið sé til umhverfislegra þátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta við mat, ákvörðun og eftirfylgni fjárfestinga LSR. Jafnframt hefur stjórn LSR samþykkt uppfærða hluthafastefnu sjóðsins.
Lesa meiraHarpa Jónsdóttir ráðin framkvæmdastjóri LSR
Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri LSR – Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta og elsta lífeyrissjóðs landsins. Hún tekur síðsumars við af Hauki Hafsteinssyni sem verið hefur framkvæmdastjóri sjóðsins frá 1985 eða í 34 ár samfleytt.
Lesa meiraLækkun fastra vaxta verðtryggðra lána
Stjórn LSR hefur ákveðið að fastir vextir verðtryggðra lána lækki og verði 3,4% frá og með 1. júní nk., en fastir vextir eru nú 3,5%. Breytingin á við um ný lán frá og með 1. júní nk.
Lesa meiraÁrsfundur LSR
Ársfundur LSR verður haldinn fimmtudaginn 23. maí 2019, kl. 15, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.
Lesa meiraÁrleg útsending sjóðfélagayfirlita vegna ársins 2018
Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjöld greidd á árinu 2018.
Lesa meiraSjóðfélagavefur verður Mínar síður
Innskráningarvefur sjóðfélaga og lántaka á vef LSR mun framvegis vera kallaður Mínar síður. Þar geta sjóðfélagar og þeir sem eru með lán frá lífeyrissjóðnum nálgast allar upplýsingar um réttindi sín og lánamál. Í upphafi árs bættust við rafrænar umsóknir um eftirlaun og val á reglum ásamt því að nýr lánahluti var tekinn í notkun. Nú er því hægt að greiða inn á lán og greiða upp lán með öruggari og einfaldari hætti fyrir lántaka.
Lesa meiraAfkoma LSR á árinu 2018
Ávöxtun á verðbréfamörkuðum var sveiflukennd á árinu 2018. Talsverðar sveiflur voru á gengi innlendra og erlendra hlutabréfa og einnig á gengi íslensku krónunnar. Verðbréfamarkaðir lækkuðu skarpt í desember og hafði það eðlilega áhrif á ávöxtun LSR á árinu. Þær lækkanir sem urðu á mörkuðum í desember hafa komið til baka í upphafi ársins 2019 og gott betur.
Í þessu ljósi var afkoma ársins 2018 vel ásættanleg. Tekjur af fjárfestingum sjóðsins námu 46,1 milljarði króna. Nafnávöxtun LSR var 5,6% sem svarar til 2,1% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 4,7%. Heildareignir LSR voru 872,8 milljarðar króna í árslok 2018.
Lesa meiraHaukur Hafsteinsson hættir sem framkvæmdastjóri LSR
Nýtt á sjóðfélagavef LSR – rafrænar umsóknir og nýr lánavefur
Rafrænar umsóknir um lífeyri verða að veruleika í dag ásamt því að nýr lánavefur hefur verið settur í loftið.
Lesa meiraUpplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala
LSR hefur lokið skilum á lífeyrismiðum og forskráningu lána til RSK.
Upplýsingarnar eru aðgengilegar á þjónustuvef RSK www.skattur.is.
Óverðtryggð lán og breytingar á útlánum
Sjóðfélögum LSR stendur nú til boða að taka óverðtryggð fasteignalán hjá sjóðnum. Vextir lánanna breytast á 36 mánaða fresti samkvæmt ákvörðun sjóðsins. Breytilegir vextir nýrra verðtryggðra lána breytast á sama hátt með 36 mánaða millibili.
Lesa meira