Starfslokanámskeið fyrir kennara

16.09.2019

LSR býður kennurum á starfslokanámskeið miðvikudaginn 18. september 2019. Á námskeiðunum verður farið yfir helstu mál er varða réttindi og eftirlaun.

Boðið verður upp á námskeið fyrir sjóðfélaga í B-deild annars vegar og A-deild hins vegar.

B-deild LSR 16:30.
A-deild LSR 17:30.


Námskeiðin verða haldin í húsnæði LSR að Engjateigi 11 - jarðhæð - gengið inn vestan við húsið.

Sjóðfélagar eru beðnir um að skrá sig á viðkomandi námskeið með því að hringja í síma 510 6100 eða með því að senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is og tilgreina nafn, kennitölu og val á tímasetningu.