28.12.2012 : Greiðsla lífeyris um áramótin

Þeir sem fá eftirágreiddan lífeyri úr A-deild LSR fá greitt mánudaginn 31. desember n.k. 
Þeir sem fá fyrirframgreiddan lífeyri fá greitt þriðjudaginn 1. janúar 2013.

Lesa meira

03.12.2012 : Frestur að renna út vegna sértækrar skuldaaðlögunar

LSR vill benda sjóðfélögum sínum á að frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót.

Lesa meira

30.11.2012 : Þrír milljarðar í lífeyrisgreiðslur hjá LSR í desember

Þann 1. desember fá lífeyrisþegar í B-deild LSR og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga greidda persónuuppbót samkvæmt kjarasamningum. Algengasta fjárhæð persónuuppbótar er 50.500 þúsund krónur og fá lífeyrisþegar áunnin lífeyrisréttindi sinn af þeirri fjárhæð.

Lesa meira

24.10.2012 : Útsending yfirlita í Séreign LSR

Þeir sjóðfélagar í Séreign LSR sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti á næstu dögum. Yfirlitið sýnir upplýsingar um inneign, ávöxtun og iðgjaldagreiðslur á fyrri helming ársins 2012. Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlitið og launaseðla frá launagreiðanda. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira
Páll Ólafsson kynnti B-deild LSR

04.06.2012 : Árlegir kynningarfundir fyrir sjóðfélaga

Árlegir kynningarfundir fyrir sjóðfélaga voru haldnir 24. maí sl. Nálægt 50 sjóðfélagar mættu á morgunfund og annar eins fjöldi síðdegis en óskað var eftir því að sjóðfélagar skráðu fyrirfram hvorn fundartímann þeir kysu. Ágústa Gísladóttir og Páll Ólafsson fóru fyrir kynningum og svöruðu fjölda fyrirspurna. Í framtíðinni verða fundir af þessi tagi haldnir í nýjum húsakynnum sjóðsins að Engjateigi 11.

Lesa meira

18.05.2012 : Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH verður haldinn þriðjudaginn  22. maí kl. 15:00 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2. Lesa meira
Fundarmenn voru á fjórða hundrað

16.05.2012 : Árlegur kynningar- og samráðsfundur

Heiðarleiki og kærleikur var oftast nefnt þegar lífeyrisþegar í LSR og LH á fjölmennum fundi voru beðnir að nefna þau gildi sem þeir vildu að þær kynslóðir sem á eftir koma tileinkuðu sér. Reglusemi, ábyrgð, umburðarlyndi og samviskusemi var einnig ofarlega á blaði.

Lesa meira

10.05.2012 : Útsendingar til sjóðfélaga

Árleg útsending yfirlita stendur yfir í þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur ársins 2011. Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlitið og launaseðlana. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira

23.04.2012 : Eignir LSR og LH rúmir 400 milljarðar króna

Um síðustu áramót voru samanlagðar eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) 401,8 milljarðar króna og hækkuðu um 30,1 milljarð frá árinu á undan eða um 8,1%. Í árslok 2011 skiptust eignir þannig að hlutur A-deildar var 179,3 milljarðar króna, B-deildar 190,9 milljarðar króna, Séreignar LSR 9,3 milljarðar króna og eignir LH voru 22,3 milljarðar króna.

Nafnávöxtun LSR var 7,2% á árinu 2011 sem svarar til 1,8% hreinnar raunávöxtunar. Árið áður var hrein raunávöxtun LSR 2,2%.  Nafnávöxtun LH var 7,1% á árinu 2011 sem svarar til 1,6% hreinnar raunávöxtunar. Árið áður var hrein raunávöxtun LH 1,8%.

Lesa meira

30.03.2012 : Lækkun vaxta LSR lána

Stjórnir LSR og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) hafa samþykkt að lækka vexti af lánum til sjóðfélaga frá og með 1. apríl. Vextir nýrra lána með föstum vöxtum verða lækkaðir úr 4,4% í 3,9% og vextir lána með breytilegum vöxtum verða lækkaðir úr 3,9% í 3,6%.

Lesa meira

19.03.2012 : LSR sjóðfélagafundur - Akureyri

Í tilefni af nýlegri skýrslu um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 boðar stjórn LSR til fundar með sjóðfélögum á Akureyri.

Lesa meira

08.03.2012 : LSR sjóðfélagafundur

Í tilefni af nýlegri skýrslu um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 boðar stjórn LSR til fundar með sjóðfélögum.

Lesa meira

15.02.2012 : Upplýsingar fyrir skattframtöl

LSR hefur lokið útsendingu launamiða til allra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2011. Að auki eru öll lán lífeyrissjóðsins nú forskráð á sundurliðunarblaðinu með skattframtali til hagræðingar fyrir lántakendur.

Lesa meira

10.02.2012 : Víkjandi skuldabréf

Í skýrslu úttektarnefndar um starfsemi lífeyrissjóða er m.a. bent á að löggjöf sé ekki nógu skýr hvað fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða varðar. LSR tekur undir það mat úttektarnefndarinnar. Nauðsynlegt er fyrir alla aðila að leikreglur séu skýrar og auðskiljanlegar. Vegna umfjöllunar í skýrslunni um víkjandi skuldabréf telur LSR rétt að taka fram:

Lesa meira

05.02.2012 : LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins

Í fréttaflutningi af skýrslu nefndar sem falið var að gera úttekt á fjárfestingum lífeyrissjóða í aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi hefur ítrekað komið fram að LSR og LH hafi tapað mest allra lífeyrissjóða. Vegna þessa er nauðsynlegt að benda á eftirfarandi:

Lesa meira

03.02.2012 : Úttektarskýrsla lífeyrissjóðanna

Þriggja manna nefnd, sem gerði úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvörðunum og lagalegu umhverfi lífeyrissjóða í aðdraganda efnahagshrunsins á Íslandi í október 2008, lauk starfi sínu í dag. Skýrsla í fjórum bindum var lögð fram á fréttamannafundi í Reykjavík.

Lesa meira

03.02.2012 : Af gefnu tilefni

Í umfjöllun Kastljóss um úttektarskýrslu lífeyrissjóðanna í kvöld bar á góma, í máli spyrils, viðskipti LSR með hlutabréf í bönkum skömmu fyrir efnahagshrunið 2008. Gefið var sterklega í skyn að viðskiptin orkuðu tvímælis.

Lesa meira