07.12.2015 : LSR lækkar vexti og hækkar veðsetningarhlutfall

Stjórn LSR hefur ákveðið að lækka fasta vexti nýrra sjóðfélagalána í 3,60%. Jafnframt hefur stjórnin samþykkt að hækka veðsetningarhlutfall í allt að 75%.

Breytilegir vextir munu frá og með 1. janúar nk. jafnframt lækka í 3,13% en þeir eru nú 3,20%.

Lesa meira

24.11.2015 : LSR lækkar lántökukostnað

Stjórn LSR hefur ákveðið að lækka lántökukostnað sjóðfélagalána um fjórðung. Lántökukostnaður verður nú 0,75% af lánsfjárhæð en hann var áður 1%. Hagstæð kjör og sveigjanlegir skilmálar gera sjóðfélagalán hjá LSR að góðum kosti. Engin uppgreiðsluþóknun er tekin af sjóðfélagalánum. Lesa meira

14.10.2015 : Yfirlitaútsendingar til sjóðfélaga í Séreign LSR

Árleg útsending yfirlita stendur yfir þessa dagana. Allir sjóðfélagar í Séreign LSR fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur fyrstu 6 mánuði ársins 2015. Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlitið og launaseðlana. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira

09.10.2015 : Björn Hjaltested forstöðumaður eignastýringar hjá LSR

jörn Hjaltested forstöðumaður eignastýringar LSR

Björn Hjaltested Gunnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður eignastýringar hjá LSR. Björn tók við starfinu af Baldri Þór Vilhjálmssyni, sem lét af störfum um síðustu mánaðamót

Lesa meira

01.09.2015 : Breytilegir vextir sjóðfélagalána frá 1. október 2015

Breytilegir vextir sjóðfélagalána munu frá og með 1. október næstkomandi verða 3,20%. Breytilegir vextir sjóðfélagalána eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi. Nýjasta útreikning breytilegra vaxta má finna hér.

Lesa meira

28.08.2015 : LSR hlýtur viðurkenningu fyrir lóðina að Engjateigi 11

Hópmynd fyrir utan HöfðaÁrlega veitir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir. Við hátíðlega athöfn í Höfða þann 26. ágúst 2015 hlaut LSR viðurkenningu fyrir „snyrtilega endurgerð og gróðursæla atvinnulóð“ við Engjateig 11.

Lesa meira

06.07.2015 : Lífeyrir opinberra starfsmanna ódýrari en af er látið?

Samkvæmt ársskýrslu LSR eru lífeyrisskuldbindingar B-deildar LSR alls 635 milljarðar króna. Á móti þessu á sjóðurinn eignir upp á 228 milljarða, svo tryggingafræðilegur halli sjóðsins er 407 milljarðar.  Ríkið ber að stærstum hluta ábyrgð á þessum mun og þarf að standa skil á greiðslum til sjóðfélaga þegar eignir hans verða uppurnar. Í þessu samhengi má ekki gleyma því að sökum tekjutengingar og skatta er raunkostnaður ríkisins vegna bakábyrgðar mun lægri. Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur, reiknaði fyrir LSR þessi áhrif núna í vor, og mat ofangreind áhrif á skuldbindingar ríkissjóðs. Miðaði Benedikt við raunveruleg réttindi núverandi sjóðfélaga B-deildar.  

Lesa meira

12.06.2015 : Lokun skrifstofu LSR þann 19. júní

Skrifstofa LSR lokar kl. 12 föstudaginn 19. júní svo að starfsmenn geti tekið þátt í skipulögðum hátíðahöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. 

Lesa meira

10.06.2015 : Breytilegir vextir sjóðfélagalána frá 1. júlí 2015

Breytilegir vextir sjóðfélagalána munu frá og með 1. júlí næstkomandi verða 3,34%. Breytilegir vextir sjóðfélagalána eru reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi. Nýjasta útreikning breytilegra vaxta má finna hér.

Lesa meira

28.05.2015 : Aukagreiðslur úr ríkissjóði styrkja fjárhagsstöðu B-deildar LSR og LH

Aukagreiðslur úr ríkissjóði hafa styrkt fjárhagsstöðu B-deildar LSR og LH verulega en vegna þeirra hefur tekist að fresta því um 15 ár að B-deild LSR fari í þrot eða til ársins 2030. Að sama skapi hefur tekist að fresta því til ársins 2031 að LH fari í þrot eða um 14 ár. Þegar eignir eru ekki lengur til staðar þarf ríkissjóður að standa að fullu undir greiðslu lífeyris úr sjóðunum.

Lesa meira

13.05.2015 : Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH verður haldinn fimmtudaginn 21. maí kl. 15 í húsnæði LSR við Engjateig 11, 105 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslu stjórna LSR og LH, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt, skuldbindingum launagreiðenda og fjárfestingarstefnu.

Ársskýrsla fyrir árið 2014 verður afhent á fundinum en einnig er hægt að óska eftir heimsendingu hennar með því að senda póst á lsr@lsr.is. Ennfremur er hægt að nálgast ársskýrsluna á rafrænu formi hér á síðunni.

Lesa meira

08.05.2015 : Meðalfjárhæð lífeyris hjá B-deild LSR og LH

Meðalfjárhæð greidd til lífeyrisþega í desember 2014 var 170 þúsund kr. hjá B-deild LSR en 231 þúsund kr. hjá LH. Hærri meðalfjárhæð lífeyris hjá LH skýrist af tvennu; Annars vegar voru meðalviðmiðunarlaun til greiðslu lífeyris hærri hjá LH eða 457 þúsund kr. á móti 411 þúsund kr. hjá B-deild LSR og hins vegar var meðalréttindaprósentan hærri hjá LH. Að meðaltali hafa lífeyrisþegar hjá LH áunnið sér 48,9% réttindi af lokalaunum en 37,4% hjá B-deild LSR. 

Lesa meira

04.05.2015 : Fundur fyrir sjóðfélaga á lífeyri 5. maí 2015

Kynningar- samráðsfundur sjóðfélaga á lífeyri verður haldinn þriðjudaginn 5. maí 2015 á Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl 14.

Lesa meira

30.04.2015 : Yfirlitaútsendingar til sjóðfélaga

Árleg útsending yfirlita stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur ársins 2014. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.
Sjóðfélögum gefst kostur á að afþakka yfirlit á pappír og sækja upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og réttindi með rafrænum hætti á sjóðfélagavef LSR. Einfaldast er að afþakka pappír inn á sjóðfélagavefnum en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu sjóðsins.

Lesa meira

29.04.2015 : Miklar greiðslur til hagsbóta fyrir lífeyrisþega

LSR og LH eru elstu lífeyrissjóðir landsins og eiga sér langa sögu. Þeir veita sjóðfélögum jafnframt góð réttindi en sjóðirnir greiða rúmlega þriðjung af öllum lífeyri sem greiddur er úr íslenskum lífeyrissjóðum. Miklar greiðslur LSR og LH skila ríkissjóði skatttekjum og létta á greiðslum almannatrygginga. Greiðslur LSR og LH til lífeyrisþega námu 35,6 milljörðum kr. á árinu 2014 eða sem nemur 3 milljörðum á mánuði að meðaltali. Alls fengu 19.539 lífeyrisþegar greiðslur úr sjóðunum.

Lesa meira

22.04.2015 : Góð ávöxtun – mismunandi eignasamsetning

Eins og fram hefur komið gekk vel að ávaxta eignir LSR á síðasta ári. Nafnávöxtun upp á 10,1% og hrein raunávöxtun 8,9% er góð ávöxtun, sama hvaða mælikvarða er beitt. Ávöxtun var góð bæði hjá A- og B-deild sjóðsins, en mishá. Nafnávöxtun A-deildar var 8,7% sem svarar til 7,5% hreinnar raunávöxtunar. Nafnávöxtun B-deildar var 12,2% sem svarar til 10,9% hreinnar raunávöxtunar.

Lesa meira

13.04.2015 : Hrein raunávöxtun LSR 8,9% á árinu 2014

Ávöxtun eigna LSR á árinu 2014 var mjög góð. Nafnávöxtun sjóðsins var 10,1% sem svarar til 8,9% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5,7%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2014 voru 49,5 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 535,5 milljarðar króna í árslok 2014.

Lesa meira

13.04.2015 : Hrein raunávöxtun LH 9,3% á árinu 2014

Ávöxtun eigna LH á árinu 2014 var mjög góð. Nafnávöxtun var 10,6% á árinu sem svarar til 9,3% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LH síðustu fimm árin var 5,9%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi voru 2,7 milljarðar króna og heildareignir LH í árslok 2014 námu 27,4 milljörðum króna.

Lesa meira

02.03.2015 : Breytilegir vextir sjóðfélagalána

Breytilegir vextir sjóðfélagalána munu frá og með 1. apríl næstkomandi verða 3,68%. Breytilegir vextir sjóðfélagalána munu framvegis verða reiknaðir einum mánuði fyrir gildistöku nýrra vaxta og eru meðaltal ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokks Íbúðalánasjóðs HFF150644 í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands síðustu þrjá mánuðina á undan að viðbættu 0,60% álagi.

Lesa meira

12.02.2015 : Upplýsingar um launamiða og forskráningu lána vegna skattframtala

LSR hefur nú lokið skilum á launamiðum til RSK. Skil á launamiðum nær til allra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2014 úr A- og B-deild LSR, LH, Séreign LSR og ESÚÍ – Eftirlaunasjóði starfsmanna Útvegsbanka Íslands.

Til hagræðingar fyrir lántakendur eru öll lán lífeyrissjóðsins nú forskráð inn á sundurliðunarblaðið í skattframtalinu.

Lesa meira