Björn Hjaltested forstöðumaður eignastýringar hjá LSR
Björn Hjaltested Gunnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður eignastýringar hjá LSR. Björn tók við starfinu af Baldri Þór Vilhjálmssyni, sem lét af störfum um síðustu mánaðamót.
Björn hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði s.l. 15 ár. Frá miðju ári 2008 hefur hann starfað sem sérfræðingur og sjóðsstjóri á eignastýringarsviði LSR. Þar áður starfaði hann í 8 ár sem verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi banka hf.
Björn er 43 ára, hefur lokið námi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og einnig löggildingu í verðbréfamiðlun. Hann er kvæntur Hildi Sesselju Aðalsteinsdóttur og saman eiga þau tvö börn.