19.12.2018 : Opnun hjá LSR yfir hátíðarnar

JólakveðjaVið hjá LSR þökkum samskiptin á árinu og sendum kærar jóla- og áramótakveðjur með ósk um farsæld á komandi ári. Lesa meira

13.12.2018 : Reynslubolti með 36 ár að baki lítur yfir sviðið

HaukurÉg get ekki séð að lífeyrissjóðakerfi landsmanna verði bitbein í kjarasamningum og því síður að draga eigi lífeyrissjóði beinlínis inn í baráttu um kaup og kjör, segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, m.a. í áhugaverðu viðtali við Lífeyrismál.is.

Lesa meira

05.11.2018 : Ernst & Young tekur við endurskoðun á ársreikningi LSR

Síðastliðinn föstudag var undirritaður samningur um að Ernst & Young annist endurskoðun á ársreikningi LSR. Hjá Ernst & Young starfar fjöldi reynslumikilla endurskoðenda og sérfræðinga, sem m.a. hafa komið að endurskoðun hjá lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og stéttarfélögum.

Lesa meira

23.10.2018 : Tilkynning um hækkun sérstaks iðgjalds frá og með 1. janúar 2019

Sérstakt iðgjald er greitt í A-deild af launagreiðendum sem ekki eru einkanlega fjármagnaðir með skatttekjum, lögbundnum þjónustutekjum eða framlögum til þess að starfsmenn þeirra haldi jafnri ávinnslu réttinda og 65 ára lífeyristökualdri. Frá og með 1. janúar 2019 hækkar sérstaka iðgjaldið úr 5,85% í 5,91%. Samtals verður þá iðgjald launagreiðanda 17,41%.

Lesa meira

18.10.2018 : Útsending sjóðfélagayfirlita fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2018

Útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur á fyrri hluta ársins 2018.

Lesa meira

13.09.2018 : Heimild til töku hálfs lífeyris og möguleiki á frestun töku lífeyris til allt að 80 ára aldurs í A-deild LSR

Þann 1. september sl. tóku gildi breytingar á samþykktum LSR er varða A-deild sjóðsins. Geta sjóðfélagar nú tekið hálfan lífeyri frá og með þeim tíma.

Lesa meira

20.07.2018 : Nýtt útlit réttindahluta á sjóðfélagavef LSR

Útliti réttindahluta á sjóðfélagavef LSR hefur nú verið breytt. Áfram er hægt að sækja upplýsingar um lífeyrisréttindi, greidd iðgjöld, áætlaðan lífeyri og launaseðla. Útliti á Lífeyrisgáttinni hefur einnig verið breytt og má þar áfram sjá lífeyrisréttindi og upphæðir í þeim samtryggingarsjóðum sem greitt hefur verið í yfir starfsævina.

Lesa meira

30.05.2018 : Starfsemi í lágmarki föstudaginn 1. júní 2018 vegna starfsdags

Vegna starfsdags föstudaginn 1. júní 2018 verður starfsemi LSR í lágmarki frá kl. 12:00. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og bendum á að upplýsingar, eyðublöð og fleira má finna hér á vef LSR.

Senda má fyrirspurnir á netfangið lsr@lsr.is. Fyrirspurnum og skilaboðum verður svarað strax eftir helgina.

Lesa meira

24.05.2018 : Kynningar- og fræðslufundir um lífeyrismál fyrir virka sjóðfélaga

Auglýsing um kynningarfundiÁrlega heldur LSR kynningarfundi fyrir virka sjóðfélaga A- og B-deild LSR í húsnæði LSR að Engjateigi 11.

Tilgangur fundanna er að fræðast um lífeyrismál; um uppbyggingu réttindakerfisins, iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.

Lesa meira

23.05.2018 : Ársfundur LSR og LH

Ársskýrsla 2017Ársfundur LSR og LH verður haldinn í dag miðvikudaginn 23. maí kl. 15 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslum stjórna LSR og LH, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt, skuldbindingum launagreiðenda, fjárfestingarstefnu og breytingum á samþykktum.

Lesa meira

15.05.2018 : Útsendingar á yfirlitum til sjóðfélaga

Árleg útsending sjóðfélagayfirlita í A-deild, B-deild og Séreign LSR stendur yfir þessa dagana. Allir greiðandi sjóðfélagar, sem ekki hafa afþakkað yfirlit á pappír, fá sent yfirlit í pósti með upplýsingum um iðgjaldagreiðslur ársins 2017. Mjög mikilvægt er að bera saman upplýsingar um greidd iðgjöld og launaseðla. Vanti innborganir þá skal hafa samband við launagreiðanda eða LSR.

Lesa meira

27.04.2018 : Afkoma LSR á árinu 2017

Afkoma LSR var góð á árinu 2017 en tekjur af fjárfestingum sjóðsins námu 55,4 milljörðum króna. Nafnávöxtun LSR var 7,6% sem svarar til 5,6% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5,6%. Heildareignir LSR voru 799 milljarðar króna í árslok 2017.

Lesa meira

05.04.2018 : Kynningar- og samráðsfundur fyrir sjóðfélaga á lífeyri 24. apríl 2018

LSR heldur kynningar- og samráðsfundi fyrir sjóðfélaga á lífeyri og maka þeirra á ári hverju.
Fundur ársins 2018 verður haldinn 24. apríl n.k. kl. 14:00 á hótel Hilton Reykjavík Nordica og er opinn öllum sjóðfélögum á lífeyri.

Lesa meira

22.03.2018 : Lífeyrisréttindi, landamæri og EES-samningurinn

Tryggingastofnun er samskiptastofnun við hliðstæðar stofnanir í öðrum ríkjum sem Ísland hefur samning við um gagnkvæmar lífeyristryggingar. Allar umsóknir á EES-svæðinu eru milli þessara stofnana og samskiptin eiga sér stað á stöðluðum eyðublöðum á tungumáli þess lands sem erindin sendir.

Greinina má finna á vef lífeyrismál.is.

Lesa meira

01.02.2018 : Breyting á póstdreifingarfyrirkomulagi

Íslandspóstur hefur nú breytt dreifingarfyrirkomulagi á bréfpósti í þéttbýli en í því felst að dreifingardögum bréfapósts fækkar. Þetta mun hafa áhrif á það hvenær útsendur póstur frá LSR berst til viðtakanda.

LSR hvetur sjóðfélaga til að sækja upplýsingar um lán og lífeyrisréttindi með rafrænum hætti á sjóðfélagavef LSR og launagreiðendur til að nýta nýjan launagreiðendavef LSR.

Lesa meira

18.01.2018 : Upplýsingar um lífeyrismiða og forskráningu lána vegna skattframtala

LSR hefur nú lokið skilum á lífeyrismiðum til RSK. Skil á lífeyrismiðum nær til allra sjóðfélaga sem fengu lífeyrisgreiðslur á árinu 2017 úr A- og B-deild LSR, Séreign LSR, LH og ESÚÍ – Eftirlaunasjóði starfsmanna Útvegsbanka Íslands. 

Lesa meira

09.01.2018 : Ríkissjóður greiðir 19 milljarða króna inn á skuldbindingar gagnvart B-deild LSR

Í gær var staðfest samkomulag milli Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og LSR um framsal eigna fyrir 19 milljarða króna. Eignirnar voru hluti af svonefndum stöðugleikaframlögum fallinna fjármálafyrirtækja. Þær eru framseldar til sjóðsins sem innborgun inn á skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart B-deild LSR. Kemur þessi innborgun sem viðbót við 5 milljarða króna innborgun frá ríkinu inn á skuldbindingar gagnvart B-deild sjóðsins á árinu 2017.

Lesa meira

02.01.2018 : Undirbúningur hafinn vegna greiðslu hálfs lífeyris

Von er á reglugerð frá félags- og jafnréttismálaráðherra um sveigjanlega töku ellilífeyris og heimilisuppbótar sem á sér stoð í breyttum lögum um almannatryggingar nr. 100/2017. Þar er kveðið á um heimild til greiðslu hálfs ellilífeyris til handa þeim sem náð hafa 65 ára aldri og eiga rétt á ellilífeyri úr skyldubundnum lífeyrissjóðum.

Lesa meira