Kynningar- og samráðsfundur fyrir sjóðfélaga á lífeyri 24. apríl 2018

05.04.2018

Samráðsfundur 24.04.2018LSR heldur kynningar- og samráðsfundi fyrir sjóðfélaga á lífeyri og maka þeirra á ári hverju.
Fundur ársins 2018 verður haldinn 24. apríl n.k. kl. 14:00 á hótel Hilton Reykjavík Nordica og er opinn öllum sjóðfélögum á lífeyri.

Tilgangur fundarins er að veita sjóðfélögum upplýsingar um afgreiðslu lífeyris, áhrif kjarasamninga á lífeyrisgreiðslur og framkvæmd meðaltals- og eftirmannsreglu.

Þá er einnig fjallað um önnur hagsmunamál sem varða lífeyrisþega og starfsemi sjóðanna almennt.

Að venju verður boðið upp á kaffiveitingar og góðir gestir heimsækja fundinn.

Dagskrá fundar

 

  • Gunnar Björnsson, formaður stjórnar LSR setur fundinn
  • Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR flytur ávarp
  • Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, lögfræðingur hjá LSR fer yfir réttindi sjóðfélaga á lífeyri
  • Benedikt Jóhannesson flytur erindi
  • Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur nokkur lög
  • Umræður og fyrirspurnir.