Fréttir
Yfirlit sjóðfélaga send rafrænt í gegnum Ísland.is
Mánudaginn 4. desember fengu sjóðfélagar LSR send yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur og réttindi í gegnum Ísland.is. Þetta er í fyrsta sinn sem LSR sendir yfirlit út með rafrænum hætti í stað pappírsyfirlita.
Lesa meiraFrumvarpið ávísun á langvarandi málaferli
Frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um slit ÍL-sjóðs felur í sér viðurkenningu á rétti skuldabréfaeigenda til vaxta af íbúðabréfum allt til lokagjalddaga og ábyrgð ríkisins á þeim. Felst í þessu grundvallarbreyting á afstöðu ráðherrans frá því sem verið hefur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn 20 lífeyrissjóða um frumvarpið, sem lögð var fram í dag.
Lesa meiraVegna atburðanna í Grindavík – úrræði vegna sjóðfélagalána
Vegna yfirstandandi atburða í Grindavík vill LSR vekja athygli sjóðfélaga sinna í Grindavík sem eru með lán hjá sjóðnum á að hægt er að sækja um greiðslufrest til allt að 12 mánaða.
Lesa meiraBreytingar á vöxtum fasteignalána LSR
Frá og með 9. nóvember hækka vextir á nýjum fasteignalánum LSR. Hækkunin er á bilinu 0,5 til 0,8 prósentustig, mismikil á milli lánavalkosta.
Lesa meiraÍslenska lífeyriskerfið með þeim bestu í heimi
Samkvæmt alþjóðlegri lífeyrisvísitölu sem gefin er út árlega er íslenska lífeyriskerfið í öðru sæti meðal lífeyriskerfa. Lífeyriskerfi Hollands er það eina sem fær hærri einkunn í könnuninni í ár.
Afgreiðsla og símaþjónusta LSR lokuð vegna Kvennaverkfalls
Afgreiðsla og símaþjónusta verða lokuð á morgun, 24. október, vegna kvennaverkfalls. LSR stendur heilshugar með konum og kvárum og hvetur alla til að leggja sitt af mörkum til að efla jafnrétti í þjóðfélaginu og standa saman gegn mismunun.
Lesa meiraLSR hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
LSR hlaut í síðustu viku viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem veitt er fyrirtækjum og stofnunum sem uppfylla markmið Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall meðal stjórnenda. Þetta er í fjórða sinn sem LSR hlýtur viðurkenninguna.
Lesa meiraLaunaseðlar aðgengilegir
Launaseðlar lífeyrisþega eru nú aðgengilegir í netbönkum og á Mínum síðum, en eins og tilkynnt var í gær tafðist birting þeirra vegna uppfærslu á sambankaþjónustu hjá viðskiptabanka LSR.
Lesa meiraFjögur ný til liðs við LSR
LSR hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn sem efla og styrkja sjóðinn í þeim verkefnum sem framundan eru. Þetta eru þau Elín Hrund Búadóttir, Helgi Freyr Ásgeirsson, Katrín Kristjana Hjartardóttir og María Björk Baldursdóttir.
Lesa meiraVaxtabreyting á verðtryggðum lánum
Frá og með 31. ágúst hækka vextir á nýjum verðtryggðum fasteignalánum LSR um 0,4 prósentustig. Engar breytingar verða á óverðtryggðum lánum.
Lesa meiraTvær lausar stöður á lífeyrissviði
LSR leitar nú að öflugu starfsfólki í tvær lausar stöður á lífeyrissviði. Annars vegar er laus staða sérfræðings réttinda, sem er framtíðarstarf, og hins vegar er leitað eftir tímabundnum starfskrafti í 18 mánuði til að sinna framlínuþjónustu.
Lesa meiraNýjar reiknivélar fyrir lán og lífeyrisréttindi
Nýjar reiknivélar fyrir lán og lífeyrisréttindi hafa nú verið teknar í notkun á lsr.is. Í lífeyrisreiknivélinni geta sjóðfélagar séð áætluð lífeyrisréttindi út frá aldri, tekjum og þegar áunnum lífeyrisréttindum, en í lánareiknivélinni má sjá greiðsluáætlanir fyrir fasteignalán sjóðsins.
Lesa meiraBreyting á vöxtum verðtryggðra lána
Frá og með 30. júní hækka vextir á nýjum verðtryggðum fasteignalánum LSR um 0,2 prósentustig. Engar breytingar verða á óverðtryggðum lánum.
Lesa meiraÞrjú til liðs við LSR
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, tvö á svið stafrænnar þróunar og reksturs og einn á eignastýringarsvið.
Lesa meiraTilgreind séreign í boði hjá LSR
Frá 1. júlí næstkomandi geta sjóðfélagar í A-deild LSR valið að láta hluta af skyldubundnu lífeyrisiðgjaldi renna í tilgreinda séreign og lækka á móti greiðslur í samtryggingu. Með því má fá aukinn sveigjanleika við skipulagningu starfsloka.
Lesa meiraRáðstöfun séreignar inn á fasteignalán framlengd
Alþingi samþykkti fyrir skömmu að framlengja úrræði um skattfrjálsa ráðstöfun séreignar inn á húsnæðislán og mun það nú standa til boða fram til ársloka 2024.
Lesa meiraBreytingar á réttindum A-deildar vegna hækkandi lífaldurs
Þann 1. júlí næstkomandi verður ráðist í síðari hluta aðgerða LSR til að bregðast við hækkandi lífaldri íslensku þjóðarinnar. Þá verður réttindum fyrir greidd iðgjöld til og með 31.12.2022 breytt í samræmi við væntan lífaldur sjóðfélaga.
Lesa meiraVextir óverðtryggðra lána verða 9,4%
Vextir óverðtryggðra lána LSR hækka um 0,5 prósentustig, úr 8,9% í 9,4% frá og með fimmtudeginum 1. júní 2023. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.
Lesa meiraUpptaka frá ársfundi LSR 2023
Ársfundur LSR var haldinn 24. maí kl. 15:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Farið var meðal annars yfir ársreikning síðasta árs, fjárfestingarstefnu og tryggingafræðilegar úttektir. Jafnframt voru kynntar samþykktarbreytingar sjóðsins, en þær veigamestu eru réttindbreytingar vegna hækkandi lífaldurs og innleiðing tilgreindrar séreignar. Upptöku frá fundinum má finna hér.
Lesa meiraÁrsskýrsla LSR komin út
Ársskýrsla LSR fyrir árið 2022 er komin út. Þar er farið yfir helstu atriði rekstrar og starfsemi sjóðsins á árinu 2022.
Minnum á ársfund LSR 24. maí
Ársfundur LSR verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica næstkomandi miðvikudag, 24. maí kl. 15:00. Á fundinum verður m.a. fjallað um samþykktarbreytingar, en undir þeim lið verða kynntar heildaraðgerðir sjóðsins til að bregðast við hækkandi lífaldri.
Lesa meiraÓheimil áform ríkisins baka því skaðabótaskyldu
Áform fjármála- og efnahagsráðherra um lagasetningu er varðar slit og uppgjör á ÍL-sjóði byggja á ófullnægjandi greiningu á lagalegum og fjárhagslegum þáttum og fela í sér tilraun til að sniðganga fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins. Fyrirhuguð löggjöf fæli í sér eignarnám, væri andstæð stjórnarskrá og til þess fallin að baka íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í athugasemdum tuttugu lífeyrissjóða við áformaskjal ráðherra sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda.
Lesa meiraÁrsfundur LSR haldinn 24. maí
Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 miðvikudaginn 24. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.
Lesa meiraGreiðsluseðlar á Mínum síðum í stað netbanka
Greiðsluseðlar og flest önnur skjöl sem tengjast sjóðfélagalánum LSR eru nú aðgengileg á lánahlutanum á Mínum síðum hér á lsr.is. Samhliða því hefur birtingu skjalanna í netbönkum verið hætt.
Lesa meiraHrein eign LSR 1.293 milljarðar í árslok 2022
Hrein eign Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins var 1.293 milljarðar króna í árslok 2022. Hrein raunávöxtun sjóðsins var -12,9% á árinu, en þrátt fyrir afar krefjandi ár á fjármálamörkuðum er langtímaávöxtun sjóðsins góð. Þetta kemur fram í ársreikningum LSR, sem voru undirritaðir fyrir skömmu.
Lesa meiraVextir óverðtryggðra lána verða 8,9%
Vextir óverðtryggðra lána LSR hækka úr 8,6% í 8,9% frá og með fimmtudeginum 20. apríl 2023. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn. Aðrir vextir breytast ekki.
Lesa meiraVextir óverðtryggðra lána hækka í 8,6%
Vextir óverðtryggðra lána LSR hækka úr 8,2% í 8,6% frá og með föstudeginum 31. mars 2023. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn. Aðrir vextir breytast ekki.
Lesa meiraHámarksfjárhæð lána hækkuð í 75 milljónir króna
Sjóðfélagar geta nú fengið fasteignalán að fjárhæð allt að 75.000.000 kr. hjá LSR, en áður var hámarksfjárhæðin 50.000.000 kr.
Lesa meiraBreytingar á vöxtum LSR
Frá og með 2. mars hækka vextir á nýjum fasteignalánum LSR. Hækkunin er á bilinu 0,1 til 0,3 prósentustig, mismikil á milli lánavalkosta. Þá hækka einnig vextir eldri verðtryggðra lána um 0,4 prósentustig.
Samtöl lífeyrissjóða við ríkið engu skilað
Fundur tuttugu lífeyrissjóða, stærstu eigenda skuldabréfa ÍL-sjóðs, telur að óbreyttu ekki grundvöll fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins.
Lesa meiraUpptaka frá sjóðfélagafundi LSR um hækkandi lífaldur 22. febrúar
Sjóðfélagafundur LSR um aðgerðir vegna hækkandi lífaldurs var haldinn 22. febrúar. Upptaka frá fundinum verður aðgengileg á næstu dögum.
Lesa meiraOpinn fundur LSR um hækkandi lífaldur
LSR býður sjóðfélögum á kynningarfund miðvikudaginn 22. febrúar þar sem kynntar verða aðgerðir sjóðsins til að bregðast við hækkandi lífaldri. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og mun hefjast kl. 15:00.
Lesa meiraEignasöfn LSR metin út frá UFS-þáttum
Mikilvægur liður í fjárfestingarstarfi LSR er að tryggja að sjóðurinn sé ábyrgur langtímafjárfestir. Fjárfestingar sjóðsins eru metnar út frá svokölluðum UFS-þáttum (umhverfisþættir, félagsþættir og stjórnarhættir) og er hægt að finna upplýsingar um UFS-mat bæði innlendra og erlendra fjárfestinga hér á vefnum.
Lesa meiraVaxtabreytingar hjá LSR
Frá og með 26. janúar hækka vextir á tveimur tegundum nýrra fasteignalána hjá LSR um 0,1 prósentustig. Breytingin gildir fyrir lán sem eru með vexti fasta til þriggja ára í senn, bæði verðtryggð og óverðtryggð.
Lesa meiraVilhjálmur Pétursson ráðinn sjóðstjóri hjá LSR
LSR hefur ráðið Vilhjálm Pétursson í starf sjóðstjóra á eignastýringasviði. Vilhjálmur kemur inn í innlent teymi eignastýringar, með áherslu á óskráð verðbréf og fjárfestingagreiningar. Hann mun hefja störf hjá LSR innan skamms.
Lesa meiraAðgerðir LSR vegna hækkandi lífaldurs
Meðalævi Íslendinga hefur lengst jafnt og þétt síðustu áratugi og útlit er fyrir að sú þróun muni halda áfram. Þar með geta yngri kynslóðir búist við að njóta fleiri eftirlaunaára en þær sem á undan komu. Þetta þýðir jafnframt að lífeyrissjóðir þurfa að grípa til aðgerða til að tryggja að þeir séu í jafnvægi til framtíðar.
Lesa meira