Launaseðlar aðgengilegir

28.09.2023

Launaseðlar lífeyrisþega eru nú aðgengilegir í netbönkum og á Mínum síðum, en eins og tilkynnt var í gær tafðist birting þeirra vegna uppfærslu á sambankaþjónustu hjá viðskiptabanka LSR.

Seinkunin á birtingu launaseðlanna er ótengd útborgun lífeyrisgreiðslna, sem verður með hefðbundnum hætti.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.